Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 18:02 Björn Ingi Óskarsson mundar sópinn ásamt nágranna sínum. Þeir búa í nærliggjandi götum en létu sitt ekki eftir liggja til að aðstoða. Vísir/Tryggvi Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira