Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 20:10 Það gekk mikið á, á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49