„Ég var skelfingu lostinn“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. september 2022 19:35 Ken Jones hefur verið fastur í Möðrudölum í tæpan sólarhring. Vísir Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir
Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira