Hvetur almenning að líta upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:06 Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp. „Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira