Tilfinningar og tónlist
Í samtali við blaðamann segir Mæja að í kjölfar sköpunarþrárinnar hafi hún aðeins byrjað að mála á nóttinni.
„Ég byrjaði að skora á sjálfa mig að fara út fyrir rammann minn. Þess vegna heitir sýningin Upprisa.
Ég er að rísa upp úr lægð og hlakka til að sýna fólki fjölbreytileika í listsköpun minni, en uppsprettan hjá mér er alltaf tilfinningar mínar og tónlist.
Þetta er uppgjör og upprisa.“
Aðspurð hvaðan hún sækir innblástur segist Mæja fá hann frá fólki og tónlist.
„Ég sé oft málverk og liti þegar ég hlusta á tónlist. Ég vinn á Bakabaka og er mikið í kringum fólk.“
Hugleiðsla og heilun
Sýningin hefur verið í vinnslu allt árið og segist Mæja hafa unnið að henni í hægum skrefum. Myndlistin veitir henni vellíðan.
„Að mála og vera ein er mín hugleiðsla og heilun. Það eru miklir litir og gleði í verkunum.“
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.