„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 12:00 Jasmín og Gyða munu berjast um gullskóinn. Harpa vann slíkan með Stjörnunni 2013, 2014 og 2016. Vísir/Samsett Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira