Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 12:21 Ian er þegar byrjaður að valda tjóni í Flórída. AP/Joe Cavaretta Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53