„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2022 12:36 Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi. Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30