Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 14:05 Steinbergur Finnbogason er tekinn við sem verjandi Claudiu. Vísir Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. Claudia er ein þriggja sem eru ákærð fyrir að hafa gerst sek um samverknað í morðinu. Ákæruvaldið fer fram á að þau verði sakfelld fyrir samverknað en hlutdeild til vara. Fangelsisdómur fyrir samverknað er minnst fimm ár. Síðasti dagur aðalmeðferðar fer fram fyrir Landsrétti í dag og hafa saksóknar og verjandi Angjelins Sterkaj, sem hefur játað morðið, flutt mál sitt. Angjelin gekkst við morðinu við rannsókn málsins en segist hafa verið einn að verki. Þá hefur hann haldið því fram að hann hafi skotið Armando í sjálfsvörn. Claudia er sökuð um að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins og að hafa fylgst með tveimur bílum, sem Armando hafði til umráða, og látið Angjelin vita þegar bílarnir voru færðir kvöldið sem Armando var myrtur. Claudia hefur gengist við þeirri verknaðarlýsingu sem lýst er í ákærunni, sem sagt að hún hafi fylgst með bíl Armandos og sent Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu og var með Angjelin í Rauðagerði, sms sem í stóð „hi sexy.“ Claudia hafi ekki tekið þátt í meintum skipulagsfundi í Borgarnesi Fram kom fyrir héraðsdómi að þau hafi verið búin að ákveða fyrirfram að Claudia sendi þau skilaboð til Angjelin þegar Armando færi frá vini sínum, sem bjó í Reykjavík Downtown Appartments á Rauðarárstíg, laugardagskvöldið 13. febrúar. Seinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði í málflutningi sínum fyrir Landsrétti að Claudia hafi ekkert vitað af því fyrir fram að Angjelin hyggðist svipta Armando lífi. Benti hann til dæmis á að gögn í málinu sýni að Claudia hafi ekki verið með á fundi Angjelins og Shpetims í Borgarnesi föstudagskvöldið 12. febrúar. Hafi þeir rætt fyrirhugað morð á þeim fundi, eins og ákæruvaldið vill meina, hafi Claudia ekki tekið þátt í því samtali. Þá hafi komið fram við skýrslutökur að Claudia hafi talið Angjelin ætla að vera á norðurlandi, þar sem hann var í fríi með vinum, til mánudags eða þriðjudags. Steinbergur tók við vörninni úr hérð Auk þess hafi hennar verk þetta laugardagskvöld, að fylgjast með bíl Armandos og senda skilaboðin „hi sexy“, ekki haft nein áhrif að hans mati á það sem á eftir kom þar sem Angjelin og Shpetim hafi þegar verið komnir í Rauðagerði þegar skilaboðin voru send. Þá hafi Claudia verið mjög hissa þegar hún sá fréttir af morðinu á sunnudagsmorgninum og verið mjög hrædd dagana á eftir. Samfélagið hafi verið á hliðinni vegna þessa óupplýsa morðs og það sé, að mati Steinbergs, ekki réttlátt af ákæruvaldinu að ætla sekt Claudiu á því að hún hafi ekki tilkynnt lögreglu grunsemdir sínar strax dagana á eftir. Steinbergur tók við sem verjandi Claudiu af Sverri Halldórssyni sem flutti málið í héraðsdómi. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur til undirbúnings skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins. Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Claudia er ein þriggja sem eru ákærð fyrir að hafa gerst sek um samverknað í morðinu. Ákæruvaldið fer fram á að þau verði sakfelld fyrir samverknað en hlutdeild til vara. Fangelsisdómur fyrir samverknað er minnst fimm ár. Síðasti dagur aðalmeðferðar fer fram fyrir Landsrétti í dag og hafa saksóknar og verjandi Angjelins Sterkaj, sem hefur játað morðið, flutt mál sitt. Angjelin gekkst við morðinu við rannsókn málsins en segist hafa verið einn að verki. Þá hefur hann haldið því fram að hann hafi skotið Armando í sjálfsvörn. Claudia er sökuð um að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins og að hafa fylgst með tveimur bílum, sem Armando hafði til umráða, og látið Angjelin vita þegar bílarnir voru færðir kvöldið sem Armando var myrtur. Claudia hefur gengist við þeirri verknaðarlýsingu sem lýst er í ákærunni, sem sagt að hún hafi fylgst með bíl Armandos og sent Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu og var með Angjelin í Rauðagerði, sms sem í stóð „hi sexy.“ Claudia hafi ekki tekið þátt í meintum skipulagsfundi í Borgarnesi Fram kom fyrir héraðsdómi að þau hafi verið búin að ákveða fyrirfram að Claudia sendi þau skilaboð til Angjelin þegar Armando færi frá vini sínum, sem bjó í Reykjavík Downtown Appartments á Rauðarárstíg, laugardagskvöldið 13. febrúar. Seinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði í málflutningi sínum fyrir Landsrétti að Claudia hafi ekkert vitað af því fyrir fram að Angjelin hyggðist svipta Armando lífi. Benti hann til dæmis á að gögn í málinu sýni að Claudia hafi ekki verið með á fundi Angjelins og Shpetims í Borgarnesi föstudagskvöldið 12. febrúar. Hafi þeir rætt fyrirhugað morð á þeim fundi, eins og ákæruvaldið vill meina, hafi Claudia ekki tekið þátt í því samtali. Þá hafi komið fram við skýrslutökur að Claudia hafi talið Angjelin ætla að vera á norðurlandi, þar sem hann var í fríi með vinum, til mánudags eða þriðjudags. Steinbergur tók við vörninni úr hérð Auk þess hafi hennar verk þetta laugardagskvöld, að fylgjast með bíl Armandos og senda skilaboðin „hi sexy“, ekki haft nein áhrif að hans mati á það sem á eftir kom þar sem Angjelin og Shpetim hafi þegar verið komnir í Rauðagerði þegar skilaboðin voru send. Þá hafi Claudia verið mjög hissa þegar hún sá fréttir af morðinu á sunnudagsmorgninum og verið mjög hrædd dagana á eftir. Samfélagið hafi verið á hliðinni vegna þessa óupplýsa morðs og það sé, að mati Steinbergs, ekki réttlátt af ákæruvaldinu að ætla sekt Claudiu á því að hún hafi ekki tilkynnt lögreglu grunsemdir sínar strax dagana á eftir. Steinbergur tók við sem verjandi Claudiu af Sverri Halldórssyni sem flutti málið í héraðsdómi. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur til undirbúnings skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04