Þessu greinir sænski miðillinn Dagens Nyheter frá en sjóherinn hafi staðfest að hann hafi verið á svæðinu. Eftirlit hersins hafi átt sér stað frá fimmtudegi til laugardags og sprengingarnar áttu sér stað á mánudegi.
Miðillinn segir ferðir sjóhersins á svæðinu vekja áhuga en samskiptastjóri hersins hafi ekki getað tjáð sig meira um það. Verkefni hersins á hafi úti séu leynilegar. Ferðir sjóhersins á svæðinu séu þó ekki endilega taldar handahófskenndar.
Greint hefur verið frá því að úkraínsk stjórnvöld hafi sakað Rússa um skemmdarverkin en viðbrögð Atlantshafsbandalagsins sem og Evrópusambandsins hafi ekki bendlað Rússa við skemmdarverkin beint út.
Ekki sé verið að flytja gas um leiðslurnar en gríðarlegt magn af gasi sé samt sem áður í leiðslunum. 300 milljónir rúmmetra eru sagðir hafa verið í Nord stream 2 leiðslunni. Ef allt gasið slyppi úr báðum leiðslum gæti það jafnast á við árslosun 1,4 milljóna bifreiða.