En hver er munurinn á þeim? Ekki ýkja mikill og í öllu falli of óskýr, eins og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur lýsti í viðtali sem einnig má sjá í innslaginu hér að ofan. Þar má einnig sjá viðtölin við umrætt ungt fólk, sem var óvisst um hvert það var að greiða.

Margrét Erla Maack leikkona var til viðtals og sagði: „Ungu fólki finnst bara leiðinlegt að spá í þessu. Maður hugsar bara: Æ maður spáir bara í þessu á morgun og svo koma bara ógeðslega margir morgundagar og þá ertu bara „fokkt“ þegar það er orðið gamalt fólk.“
Í innslaginu er líka rætt við eldra fólk sem gefur góð ráð um það hverju beri að huga að þegar ellilífeyrisárin nálgast. Númer eitt: Ekki reiða þig á Tryggingastofnun. Númer tvö: Greiddu séreignarsparnað. Númer þrjú: Vertu skuldlaus þegar kemur að starfslokum.