Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2022 08:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði samantektina í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra að skipa Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar án þess að auglýsa stöðuna. Vísir/Vilhelm Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. Þetta kemur fram í samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna á umræddu tímabili og voru niðurstöður birtar á vef ráðuneytisins í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði í gerð samantektarinnar í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að flytja Hörpu Þórsdóttur úr embætti safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar eftir að sú staða losnaði. 334 embættisskipanir Samantektin nær til 334 embættisskipana, en af þeim voru 267 gerðar í kjölfar auglýsingar en í 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti. Í 39 tilfellum af 67 þar sem embættismaður var fluttur í annað embætti, var það gert í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta. „Í samantektinni var embættum skipt í þrjá flokka; ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og aðra embættismenn. Hlutföll milli skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar og í kjölfar flutnings eru mismunandi milli tegunda embætta. Hlutfallslega flestir flutningar áttu sér stað þegar skipað var í embætti ráðuneytisstjóra. Alls voru átta ráðuneytisstjórar skipaðir í kjölfar auglýsingar á tímabilinu en ellefu embættismenn voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra. Tveir af þeim flutningum voru gerðir á grundvelli breytinga á skipan ráðuneyta. Stjr Tæplega tveir af hverjum þremur skrifstofustjórum í ráðuneytum hafa verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Hins vegar var flutningur 30 skrifstofustjóra af 38 gerður í tengslum við breytingar á skipan ráðuneyta eða breytinga á innra skipulagi ráðuneyta. Séu þau tilvik dregin frá hafa tæplega 89% skipana skrifstofustjóra í embætti verið gerðar í kjölfar auglýsingar. Stjr Tæplega 92% annarra embættismanna hafa á tímabilinu verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Í 7 af þeim 18 tilfellum þar sem aðrir embættismenn voru fluttir milli embætta var sá flutningur gerður í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana. Í flestum tilvikum var um að ræða flutningsheimild í lögum vegna sameiningar stofnana. Sé litið fram hjá þeim tilvikum er hlutfall skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar tæplega 95%. Stjr Í samantektinni er ekki að finna upplýsingar um lögreglumenn en afstaða dómsmálaráðuneytisins er sú að almennt komi ekki til skoðunar að flytja lögreglumenn milli starfsstiga án auglýsingar, nema uppi séu sérstakar aðstæður. Þá var sérstakri flutningsheimild í lögum beitt við endurskipulagningu á embættaskipan lögreglu og sýslumanna 2015 en þá fækkaði m.a. sýslumannsumdæmum úr 24 í 9. Þá var ekki kallað eftir upplýsingum um skipanir dómara í samantekt forsætisráðuneytisins,“ segir á vef forsætisráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna á umræddu tímabili og voru niðurstöður birtar á vef ráðuneytisins í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ákvað að ráðist yrði í gerð samantektarinnar í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að flytja Hörpu Þórsdóttur úr embætti safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar eftir að sú staða losnaði. 334 embættisskipanir Samantektin nær til 334 embættisskipana, en af þeim voru 267 gerðar í kjölfar auglýsingar en í 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti. Í 39 tilfellum af 67 þar sem embættismaður var fluttur í annað embætti, var það gert í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta. „Í samantektinni var embættum skipt í þrjá flokka; ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og aðra embættismenn. Hlutföll milli skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar og í kjölfar flutnings eru mismunandi milli tegunda embætta. Hlutfallslega flestir flutningar áttu sér stað þegar skipað var í embætti ráðuneytisstjóra. Alls voru átta ráðuneytisstjórar skipaðir í kjölfar auglýsingar á tímabilinu en ellefu embættismenn voru fluttir í embætti ráðuneytisstjóra. Tveir af þeim flutningum voru gerðir á grundvelli breytinga á skipan ráðuneyta. Stjr Tæplega tveir af hverjum þremur skrifstofustjórum í ráðuneytum hafa verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Hins vegar var flutningur 30 skrifstofustjóra af 38 gerður í tengslum við breytingar á skipan ráðuneyta eða breytinga á innra skipulagi ráðuneyta. Séu þau tilvik dregin frá hafa tæplega 89% skipana skrifstofustjóra í embætti verið gerðar í kjölfar auglýsingar. Stjr Tæplega 92% annarra embættismanna hafa á tímabilinu verið skipaðir í kjölfar auglýsingar. Í 7 af þeim 18 tilfellum þar sem aðrir embættismenn voru fluttir milli embætta var sá flutningur gerður í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana. Í flestum tilvikum var um að ræða flutningsheimild í lögum vegna sameiningar stofnana. Sé litið fram hjá þeim tilvikum er hlutfall skipunar í embætti í kjölfar auglýsingar tæplega 95%. Stjr Í samantektinni er ekki að finna upplýsingar um lögreglumenn en afstaða dómsmálaráðuneytisins er sú að almennt komi ekki til skoðunar að flytja lögreglumenn milli starfsstiga án auglýsingar, nema uppi séu sérstakar aðstæður. Þá var sérstakri flutningsheimild í lögum beitt við endurskipulagningu á embættaskipan lögreglu og sýslumanna 2015 en þá fækkaði m.a. sýslumannsumdæmum úr 24 í 9. Þá var ekki kallað eftir upplýsingum um skipanir dómara í samantekt forsætisráðuneytisins,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03