Lífið

Stuttmynd Audda Blö og Halldóru Geirharðs: „Farðu fram og greiddu þér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leiksigrar hjá þeim báðum í stuttmyndinni Fiskur á þurru landi.
Leiksigrar hjá þeim báðum í stuttmyndinni Fiskur á þurru landi.

Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á nýjan leik á Stöð 2 á föstudagskvöldið en um er að ræða fjölskylduþátt þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu leikkonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldóra Geirharðs.

Katla með Steinda í liði og Halldóra með Audda. Bæði lið fengu það verkefni að mynda og framleiða stuttmynd og gerðu Auddi og Halldóra stuttmynd sem gerist í nútímanum og fjallar um gaur sem allir ættu að kannast við. Myndin heitir Fiskur á þurru landi.

Auðunn fer með hlutverk fiskveiðimannsins Steinþórs sem er í heldur sérstöku sambandi með eiginkonu sinni Kötlu sem Halldóra leikur.

Hér að neðan má sjá myndina sem var sýnd í þættinum á föstudagskvöldið á Stöð 2.

Klippa: Stuttmynd Auðuns Blöndal og Halldóru Geirharðs: Fiskur á þurru landi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.