Hafnar fullyrðingum ASÍ um óhagkvæmni rafbílastuðnings Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 19:42 Ríkið ætlar að hætta ívilnunum fyrir rafbílakaup og leggja lágmarksvörugjald á þá. Vísir/Vilhelm Formaður Rafbílasambands Íslands segir fullyrðingar sérfræðings ASÍ um að hvatar til kaupa á rafbílum séu óhagkvæmar rangar. Hann tekur þó undir ákall ASÍ um að strætó ætti að vera gjaldfrjáls. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans. Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans.
Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira