Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Í Hlíðunum var tilkynnt um fólk með hávaða sem hljómaði drukkið. Að sögn tilkynnanda öskraði fólkið ítrekað á hvort annað og fór lögregla á staðinn.
Í Hafnarfirði hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var á ótryggðri bifreið með engin bílnúmer á ökutækinu. Þá er hann grunaður um ölvunarakstur og var tekinn á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð.