Fréttir Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist. Innlent 24.7.2025 13:36 „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. Innlent 24.7.2025 13:35 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. Erlent 24.7.2025 13:34 Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Innlent 24.7.2025 12:11 Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24.7.2025 12:01 Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. Innlent 24.7.2025 11:43 Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokkanna á þingi. Innlent 24.7.2025 11:42 Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna. Innlent 24.7.2025 10:59 Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 barst sprengjuhótun á skrifstofur þeirra í Óðinsvéum. Fjónska lögreglan rýmdi skrifstofurnar. Erlent 24.7.2025 10:52 Gylfi Ægisson er látinn Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Innlent 24.7.2025 10:25 Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Erlent 24.7.2025 10:09 Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Innlent 24.7.2025 10:08 Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Rússnesk farþegaflugvél hrapaði í Amúrhéraði í austurhluta Rússlands og 49 manns eru taldir af. Leit að særðum stendur yfir. Erlent 24.7.2025 08:16 Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig. Erlent 24.7.2025 07:38 Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. Erlent 24.7.2025 06:49 Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli slasaðist lítillega þegar ekið var á hann í gær en ökumaður bifreiðarinnar lét sig hverfa. Lögregla hafði uppi á honum í gærkvöldi. Innlent 24.7.2025 06:20 Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum. Innlent 24.7.2025 06:13 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, hafnarbáturinn Sturla Halldórsson og slökkvilið bæjarins voru kölluð til rétt fyrir miðnætti í nótt þegar eldur kom upp í sanddæluskipinu Álfsnesi. Innlent 24.7.2025 06:07 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 23.7.2025 23:15 Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Innlent 23.7.2025 22:12 Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. Innlent 23.7.2025 21:20 „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10 Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Bryan Kohberger var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa brotist inn á heimili fjögurra nemenda við háskólann í Idaho og stungið þá til bana haustið 2022. Erlent 23.7.2025 20:43 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Innlent 23.7.2025 20:19 „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Innlent 23.7.2025 19:32 Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Innlent 23.7.2025 19:30 Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16 Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. Innlent 23.7.2025 18:11 Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Erlent 23.7.2025 17:08 Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Erlent 23.7.2025 16:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist. Innlent 24.7.2025 13:36
„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. Innlent 24.7.2025 13:35
Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. Erlent 24.7.2025 13:34
Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Innlent 24.7.2025 12:11
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24.7.2025 12:01
Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. Innlent 24.7.2025 11:43
Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokkanna á þingi. Innlent 24.7.2025 11:42
Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna. Innlent 24.7.2025 10:59
Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 barst sprengjuhótun á skrifstofur þeirra í Óðinsvéum. Fjónska lögreglan rýmdi skrifstofurnar. Erlent 24.7.2025 10:52
Gylfi Ægisson er látinn Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Innlent 24.7.2025 10:25
Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Erlent 24.7.2025 10:09
Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Innlent 24.7.2025 10:08
Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Rússnesk farþegaflugvél hrapaði í Amúrhéraði í austurhluta Rússlands og 49 manns eru taldir af. Leit að særðum stendur yfir. Erlent 24.7.2025 08:16
Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig. Erlent 24.7.2025 07:38
Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. Erlent 24.7.2025 06:49
Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli slasaðist lítillega þegar ekið var á hann í gær en ökumaður bifreiðarinnar lét sig hverfa. Lögregla hafði uppi á honum í gærkvöldi. Innlent 24.7.2025 06:20
Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum. Innlent 24.7.2025 06:13
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, hafnarbáturinn Sturla Halldórsson og slökkvilið bæjarins voru kölluð til rétt fyrir miðnætti í nótt þegar eldur kom upp í sanddæluskipinu Álfsnesi. Innlent 24.7.2025 06:07
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 23.7.2025 23:15
Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Innlent 23.7.2025 22:12
Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. Innlent 23.7.2025 21:20
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10
Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Bryan Kohberger var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa brotist inn á heimili fjögurra nemenda við háskólann í Idaho og stungið þá til bana haustið 2022. Erlent 23.7.2025 20:43
250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Innlent 23.7.2025 20:19
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Innlent 23.7.2025 19:32
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Innlent 23.7.2025 19:30
Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Innlent 23.7.2025 18:16
Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. Innlent 23.7.2025 18:11
Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Erlent 23.7.2025 17:08
Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Erlent 23.7.2025 16:59