Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 16:30 Margrét Lára Viðarsdóttir vill að Eyjamenn búi til betri aðstöðu til að æfa fótbolta að vetri til. Samanburðurinn sé ekki góður við lið á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira