Kolbeinn snýr aftur á laugardag eftir versta áfallið á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 11:31 Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga. Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, snýr loksins aftur í hringinn eftir rúmlega tuttugu mánaða bið þegar hann keppir við Jose Medina frá Púertó Ríkó í Flórída á laugardaginn. Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn. Box Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn.
Box Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira