Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 14:23 EPA/RONALD WITTEK Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Bensín og olía Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+.
Bensín og olía Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira