Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 22:54 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis. vísir Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira