Á varðbergi vegna veðursins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 15:03 Mikið óveður í desember 2019 hafði þau áhrif af raflínustaurar kubbuðust niður. Vísir/Egill Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“ Veður Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“
Veður Orkumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira