Samkvæmt frétt El Confidencial árið 2021 talaði Perez illa um fyrrum leikmenn og knattspyrnustjóra Real Madrid, þar á meðal Cristiano Ronaldo, Raul, Iker Casillas, Jose Mourinho og Vincente Del Bosque. Miðillinn birti einnig hljópupptökur máli sínu til stuðnings.
Það liggur ekki fyrir hvernig El Confidencial fékk hljóðupptökurnar en einhverjir fjölmiðlamenn reyndu í kjölfarið að fjárkúga Real Madrid í skiptum við að fjalla ekki um málið.
Samkvæmt dómstólnum er friðhelgi einkalífs forseta Real Madrid ekki ógnað en spænska blaðið El Confidencial er sakfellt fyrir að taka ummæli Perez úr samhengi. Perez hafði áður gefið út að dómsmálið snerist ekki um peninga heldur sannleikann og þess vegna fór hann aðeins fram á eina evru í skaðabætur, sem og hann fær.
Leaked audio of Real Madrid President Florentino Perez complaining about club legends and managers has been published through the week by @elconfidencial 📝 pic.twitter.com/jBhQZGltHK
— B/R Football (@brfootball) July 14, 2021