Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Atli Arason skrifar 8. október 2022 17:08 Fylgst er náið með Bandaríkjamanninum Hans Niemann þessa dagana. YouTube/Saint Louis Chess Club Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55