Kristall hóf leik á bekknum en hann er að koma til baka eftir meiðsli sem hann hlaut skömmu eftir að hann gekk í raðir Rosenborg frá Víkingi í sumar.
Kristall kom inná á 84.mínútu en þá voru úrslit leiksins nánast ráðin þar sem Rosenborg hafði þá náð þriggja marka forystu.
Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Valerenga.
Um var að ræða mikilvægan sigur hjá Rosenborg sem er að keppa um að ná öðru eða þriðja sæti deildarinnar og á í harðri baráttu við Bodo/Glimt og Lilleström um það.