Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 07:49 Fellibylurinn olli gríðarlegum skemmdum víða í Mið-Ameríku. AP Photo/Inti Ocon Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins. El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins.
El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira