Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 16:31 Söng- og leikkonan Selena Gomez sýnir nýja hlið á sjálfri sér í heimildamynd sinni My Mind & Me sem kemur út 4. nóvember. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. „Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni. Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni.
Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51
Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30