*Höskuldarviðvörun* Hér að neðan verður greint frá því hver er röddin hjá tónlistarmanninum Húgó. Þeim sem eru að fylgjast með þáttaröðinni og hafa ekki séð nýjasta þáttinn er ráðlagt að hætta að lesa núna.
Hér má sjá atriðið úr þættinum í kvöld þegar hann var afhjúpaður:
Maðurinn á bak við röddina
Það er Andri Fannar Sóleyjarson sem leynist á bak við grímuna. Hann hefur verið að fást við tónlist síðan hann var ungur og kemur inn í verkefnið í gegnum pródúsentinn Þormóð Eiríksson sem kallar Andra litla frænda sinn. Hann er frá Ísafirði og er fæddur árið 1999.
„Ég trúði ekki að þetta væri ég,“ sagði tónlistarmaðurinn um upplifunina að hlusta á fyrsta lagið með Húgó. Hann segir það hafa verið erfitt til að byrja með að halda þessu leyndu. „Mig langaði að segja bara þetta er ég en ég gat það ekki, mátti það ekki.“
