Stjórn Prestafélagsins fundar í dag í skugga afsagnar formanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2022 14:34 Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Vísir/Vilhelm t.v. Kirkjan.is t.h. Stjórn Prestafélags Íslands fundar í dag um næstu skref nú í kjölfar þess að formaður félagsins hefur sagt af sér eftir vantraustsyfirlýsingu prestvígðra kvenna. Varaformaður félagsins segir forgangsmál að lægja öldurnar. Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“ Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“
Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15