Lífið

Íslenskt merki sakar Ferm Living um hönnunarstuld

Elísabet Hanna skrifar
Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir mynda hönnunarteymið Studio Flétta. Hér má sjá hönnun þeirra og hönnun Ferm Living.
Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir mynda hönnunarteymið Studio Flétta. Hér má sjá hönnun þeirra og hönnun Ferm Living. Vísir/Instagram

„Við erum ennþá í smá sjokki yfir því að Ferm Living hafi stolið hönnuninni okkar,“ segir íslenska hönnurnarteymið Stúdíó Flétta á Instagram. Þær ásaka danska merkið Ferm Living um að stela hönnuninni sinni. Í færslunni báru þær saman hönnun merkisins við sína eigin. 

Sama lýsingin

„Við sáum þetta bara í fyrradag og það var alveg frekar skrítin tilfinning að sjá þetta, því líkindin eru náttúrulega gríðarleg,“ segir Hrefna í samtali við Vísi. Hún segir merkið nota sama hráefni, handbragð og glerung og þær. „Til þess að toppa þetta er lýsingin á vörunni nánast eins, nema þeirra er fjölaframleitt og okkar handgert,“ bætir hún við.

Danir nýbúnir að reyna að stela súkkulaði og lakkrís

„Okkur fannst svolítið fyndið að Danir eru nýbúnir að reyna að stela af okkur Íslendingunum súkkulaði og lakkrís. Þeir ætli svo að taka hönnunina okkar líka, hvort að þeir geti ekki farið að fá sínar eigin hugmyndir,“ segir hún og hlær.

Hafa ekki fengið nein svör

Þær Hrefna og Birta hafa merkt Ferm Living í öllum sínum færslur á samfélagsmiðlum. Þær telja því líklegt að fyrirtækið hafi heyrt af málinu. Það hefur þó ekkert heyrst frá þeim. „Það er rosalega lítið hægt að gera held ég. Lögmálin í hönnunarheiminum eru eiginlega þannig að þú þarft að breyta hönnun svo lítið til þess að það sé lagalega í lagi,“ segir hún. 

Hrefna segir það sérstaklega flókið þar sem um stórfyrirtæki sé að ræða og að þær upplifi sig sem svo að þær eigi ekki séns í það. Þær eru þó að skoða alla sína möguleika. 

Hér að neðan má sjá færslur sem Stúdíó Flétta birti á Instagram:

Skjáskot/Instagram


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.