Stofnun Alfred Wegeners verðlaunuð á Hringborði norðurslóða Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 19:11 Antje í stórkostlegu umhverfi á Grænlandi við samnefndan jökul. Vísir/RAX Stofnun Alfred Wegeners hlaut í kvöld verðlaun Hringborðs norðurslóða við hátíðlega athöfn í Hörpu en ráðstefnan hefur staðið þar yfir frá því á fimmtudag. Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00