„Lífið er mikilvægara en körfubolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 09:00 Styrmir Snær Þrastarson hlustar á Lárus Jónsson, þjálfara Þórs, í leikhléi gegn Haukum á föstudaginn. vísir/diego Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim. Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira