Skapar ævintýralega heima með Björk Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. október 2022 06:00 Viðar Logi hefur unnið skapandi vinnu með Björk undanfarin ár, Aðsend Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. Pakkaði bara í flugfreyjutösku Viðar Logi er búsettur í London um þessar mundir en hann er nýfluttur aftur þangað eftir Covid faraldurinn. „Ég bjó hér í London fyrir Covid og það var ekki planið að fara aftur heim. Ég var svona næstum plataður og festist í kjölfarið á Íslandi, þar sem ég flaug upphaflega heim í verkefni sem átti bara að vera yfir helgi. Ég kom bara með flugfreyjutösku,“ segir Viðar Logi hlæjandi en yfir þessa helgi fóru Covid fréttirnar að aukast og hann hafi því ákveðið að lengja örlítið. „Sem varð svo að tveimur árum.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar Logi er alinn upp í Dalvík en flutti þaðan fimmtán ára gamall. Í Covid fluttist hann aftur til Dalvíkur í nokkra mánuði og segir kærkomið að hafa tengist rótunum aftur og fengið tækifæri til að núllstilla sig. „Það var gott að vera heima með mömmu og pabba og mér fannst ég ekki vera að missa af neinu, ólíkt því þegar ég var unglingur. Þetta var eiginlega það besta sem gat gerst.“ Þannig tókst honum að koma forgangsröðun sinni í réttan farveg. „Hausinn er betur skrúfaður á mig í kjölfarið,“ bætir Viðar Logi við en hann flutti aftur til London fyrir nokkrum vikum síðan. View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Ólínulaga skapandi þróun Aðspurður segist Viðar Logi eiga erfitt með að átta sig nákvæmlega á því hvaðan innblástur hans kemur. „Það er ekkert A til Ö, ekkert skref fyrir skref hvernig ég fæ hugmynd og hvernig hún verður að veruleika, þetta bara gerist. Ég reyni að leyfa hugmyndunum að dvelja í smá tíma hjá mér og hjá hvort þær pikklist eitthvað hjá mér, svona eins og laukur pikklast. Svo fylgist ég með því hvernig þær þróast. Ég þarf lúmskt alltaf að byrja á algjörlega auðu blaði. Ég reyni alltaf að nálgast hugmyndirnar eins og ég viti ekki neitt og kunni ekki neitt og þannig þróumst við saman.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar er ekki með akademískan bakgrunn í ljósmyndun eða listnámi en hefur þess þá heldur lært mikið af því að takast á við verkefnin hverju sinni. „Ég myndi aldrei skilgreina mig sem ljósmyndara eða listamann sem er með allt á hreinu. Ég reyni alltaf að vera meira naive og taka hlutunum eins og þeir koma með ferskum augum, eins og krakki að horfa á jólatré í fyrsta sinn. Ég þarf að læra það sem ég þarf að læra til þess að láta hugmynd ganga upp hverju sinni. Ég er ekki með neina formúlu á bak við hvernig ég nálgast verkefni og hugmyndir, þær koma og ég þarf að elta þær, ég er ekki með þær í ól.“ Klippa: björk - atopos Mikil vinátta einkennir samstarfið við Björk Í Covid faraldrinum hófst samstarf Viðars Loga og Bjarkar en fyrir það höfðu þau verið vinir í nokkur ár. „Það var aldrei planið að vinna saman, við vorum bara að hanga, halda partý og hafa gaman. Svo spurði mig hvort ég vildi mynda hana í ákveðnum kjól sem ég samþykkti auðvitað. Við skemmtum okkur alltaf svo vel og ég myndaði hana í stofunni heima hjá henni. Í kjölfarið snjóboltaðist þetta og 100 tökum síðar erum við hér og erum að vinna saman reglulega. Við erum öll góðir vinir sem vinnum að þessu saman og það er svo ótrúlega mikil blessun hvernig þetta þróaðist.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Lífsgleðin lekur inn Húmorinn spilar stórt hlutverk í starfi Viðars Loga og segir lífsgleðina alltaf til staðar. „Það er enginn alvarleiki í gangi þó að við tökum þessu að sjálfsögðu alvarlega. Þetta er oftast svona 60% brandarar og 40% alvarleg vinna. Lífsgleðin lekur inn í myndirnar mínar og það virðist vera ómeðvituð regla sem ég er alltaf meira og meira að sjá hjá mér núna. Alltaf þegar ég er á setti í verkefnum reyni ég að hafa eins marga vini með mér og hægt er og búa til gott andrúmsloft. Jón besti vinur minn hefur til dæmis verið með mér í eiginlega öllum tökum síðan ég byrjaði.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar Logi segir að það sé smá húmor á bak við allt og brandaraorkan á settinu sé kærkomin en hún lekur inn í listina. „Í grunninn er þetta allt brandari, þetta er ekki það alvarlegt. Þetta snýst bara um að hafa gaman. Mér líður eins og myndirnar verði miklu betri ef fólk er að skemmta sér. Ef ég er að hlæja og segja brandara í tökum þá veit ég að það er að ganga vel. Þegar andrúmsloftið er létt þá virkar hausinn mikið betur. Mér finnst gott að plana myndatökurnar örlítið og sjá fyrir mér markmiðið og planið, einhverja beinagrind og þá getum við farið rólega út í verkefnið. Það býr til svigrúm fyrir það heilaga og óvitaða sem á eftir að koma í ljós. Loftnetin á hausnum okkar eru þá móttækilegri fyrir mistökum og því óvitaða.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Heimur skapaður Síðastliðin þrjú ár hefur Viðar Logi verið Björk innan handar við að skapa þennan heim sem einkennir nýju plötuna hennar. „Þetta hefur allt gerst í svo þægilegum kringumstæðum. Oft förum við út í myndatökur og erum ekki búin að plana þær frá A til Ö en vitum hvað við erum að mynda, hver karakterinn er og hver hún er. Við vitum hvað við erum að gera og þá getum við búið til andrúmsloft til að leika okkur og séð hvaða nýjungar geta komið út úr því að skapa þetta vinnuumhverfið.“ Viðar Logi er nýfluttur aftur til London eftir að hafa náð góðri jarðtengingu á Íslandi.Aðsend Nýjar hliðar velkomnar Viðar Logi er sem áður segir nýfluttur aftur út til London og segir engan dag eins hjá sér. „Það er mjög hollt fyrir mig að uppræta mig af og til eins og ég er að gera hér. Ég er mikil rútínu manneskja þó ég sé sjálfstætt starfandi og ég þarf að hafa svona vörður sem aðskilja dagana og vikurnar. Á ákveðnum degi fer ég til dæmis í jóga og svo framvegis. Ég veit annars oft ekki hvaða dagur er. Með því að uppræta mig fær hausinn rými til að kynnast nýjum hliðum á mér. Að koma hingað til London er nýr kafli og maður fær nýja hugmynd af sjálfum sér við það að vera opinn. Að koma hingað er hugrekki sem maður skuldar sjálfum sér. Að taka þessa áhættu fyrir sjálfan sig til að gera vaxið.“ Hann segir sitt næsta verkefni vera að finna fleiri vörður. „Ég vil finna hversdagsleika í kaosinu og það er ótrúlega spennandi. Svo er það bara að halda áfram að vinna með Björk, koma mér fyrir í London og áfram gakk.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Byrja og halda áfram Að lokum bað blaðamaður Viðar Loga að gefa ráð til þeirra sem vilja komast inn í heim listarinnar. „Ég segi bara að gera það og taka áhættuna. Það er í raun bara það, að kýla á það. Hvað er það versta sem gæti gerst? Ég held að það sem heldur fólki aftur séu móttökur frá heiminum yfir því hvernig aðrir taka í það sem maður er að gera. En það er best að byrja og ekki hætta, halda áfram og þá er boltinn farinn af stað.“ Tíska og hönnun Menning Tónlist Ljósmyndun Björk Tengdar fréttir Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 „Maður þurfti að hugsa mikið á hlaupum sem kitlar mig alltaf á réttu stöðunum“ Borgarleikhúsið kynnti á dögunum herferð fyrir leikárið 2021-2022 með ljósmyndum af leikurunum sínum. Myndirnar eru allar einstakar og prýða nýju leikskránna, stóran vegg í Borgarleikhúsinu og annað kynningarefni. 28. september 2021 11:26 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Pakkaði bara í flugfreyjutösku Viðar Logi er búsettur í London um þessar mundir en hann er nýfluttur aftur þangað eftir Covid faraldurinn. „Ég bjó hér í London fyrir Covid og það var ekki planið að fara aftur heim. Ég var svona næstum plataður og festist í kjölfarið á Íslandi, þar sem ég flaug upphaflega heim í verkefni sem átti bara að vera yfir helgi. Ég kom bara með flugfreyjutösku,“ segir Viðar Logi hlæjandi en yfir þessa helgi fóru Covid fréttirnar að aukast og hann hafi því ákveðið að lengja örlítið. „Sem varð svo að tveimur árum.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar Logi er alinn upp í Dalvík en flutti þaðan fimmtán ára gamall. Í Covid fluttist hann aftur til Dalvíkur í nokkra mánuði og segir kærkomið að hafa tengist rótunum aftur og fengið tækifæri til að núllstilla sig. „Það var gott að vera heima með mömmu og pabba og mér fannst ég ekki vera að missa af neinu, ólíkt því þegar ég var unglingur. Þetta var eiginlega það besta sem gat gerst.“ Þannig tókst honum að koma forgangsröðun sinni í réttan farveg. „Hausinn er betur skrúfaður á mig í kjölfarið,“ bætir Viðar Logi við en hann flutti aftur til London fyrir nokkrum vikum síðan. View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Ólínulaga skapandi þróun Aðspurður segist Viðar Logi eiga erfitt með að átta sig nákvæmlega á því hvaðan innblástur hans kemur. „Það er ekkert A til Ö, ekkert skref fyrir skref hvernig ég fæ hugmynd og hvernig hún verður að veruleika, þetta bara gerist. Ég reyni að leyfa hugmyndunum að dvelja í smá tíma hjá mér og hjá hvort þær pikklist eitthvað hjá mér, svona eins og laukur pikklast. Svo fylgist ég með því hvernig þær þróast. Ég þarf lúmskt alltaf að byrja á algjörlega auðu blaði. Ég reyni alltaf að nálgast hugmyndirnar eins og ég viti ekki neitt og kunni ekki neitt og þannig þróumst við saman.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar er ekki með akademískan bakgrunn í ljósmyndun eða listnámi en hefur þess þá heldur lært mikið af því að takast á við verkefnin hverju sinni. „Ég myndi aldrei skilgreina mig sem ljósmyndara eða listamann sem er með allt á hreinu. Ég reyni alltaf að vera meira naive og taka hlutunum eins og þeir koma með ferskum augum, eins og krakki að horfa á jólatré í fyrsta sinn. Ég þarf að læra það sem ég þarf að læra til þess að láta hugmynd ganga upp hverju sinni. Ég er ekki með neina formúlu á bak við hvernig ég nálgast verkefni og hugmyndir, þær koma og ég þarf að elta þær, ég er ekki með þær í ól.“ Klippa: björk - atopos Mikil vinátta einkennir samstarfið við Björk Í Covid faraldrinum hófst samstarf Viðars Loga og Bjarkar en fyrir það höfðu þau verið vinir í nokkur ár. „Það var aldrei planið að vinna saman, við vorum bara að hanga, halda partý og hafa gaman. Svo spurði mig hvort ég vildi mynda hana í ákveðnum kjól sem ég samþykkti auðvitað. Við skemmtum okkur alltaf svo vel og ég myndaði hana í stofunni heima hjá henni. Í kjölfarið snjóboltaðist þetta og 100 tökum síðar erum við hér og erum að vinna saman reglulega. Við erum öll góðir vinir sem vinnum að þessu saman og það er svo ótrúlega mikil blessun hvernig þetta þróaðist.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Lífsgleðin lekur inn Húmorinn spilar stórt hlutverk í starfi Viðars Loga og segir lífsgleðina alltaf til staðar. „Það er enginn alvarleiki í gangi þó að við tökum þessu að sjálfsögðu alvarlega. Þetta er oftast svona 60% brandarar og 40% alvarleg vinna. Lífsgleðin lekur inn í myndirnar mínar og það virðist vera ómeðvituð regla sem ég er alltaf meira og meira að sjá hjá mér núna. Alltaf þegar ég er á setti í verkefnum reyni ég að hafa eins marga vini með mér og hægt er og búa til gott andrúmsloft. Jón besti vinur minn hefur til dæmis verið með mér í eiginlega öllum tökum síðan ég byrjaði.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Viðar Logi segir að það sé smá húmor á bak við allt og brandaraorkan á settinu sé kærkomin en hún lekur inn í listina. „Í grunninn er þetta allt brandari, þetta er ekki það alvarlegt. Þetta snýst bara um að hafa gaman. Mér líður eins og myndirnar verði miklu betri ef fólk er að skemmta sér. Ef ég er að hlæja og segja brandara í tökum þá veit ég að það er að ganga vel. Þegar andrúmsloftið er létt þá virkar hausinn mikið betur. Mér finnst gott að plana myndatökurnar örlítið og sjá fyrir mér markmiðið og planið, einhverja beinagrind og þá getum við farið rólega út í verkefnið. Það býr til svigrúm fyrir það heilaga og óvitaða sem á eftir að koma í ljós. Loftnetin á hausnum okkar eru þá móttækilegri fyrir mistökum og því óvitaða.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Heimur skapaður Síðastliðin þrjú ár hefur Viðar Logi verið Björk innan handar við að skapa þennan heim sem einkennir nýju plötuna hennar. „Þetta hefur allt gerst í svo þægilegum kringumstæðum. Oft förum við út í myndatökur og erum ekki búin að plana þær frá A til Ö en vitum hvað við erum að mynda, hver karakterinn er og hver hún er. Við vitum hvað við erum að gera og þá getum við búið til andrúmsloft til að leika okkur og séð hvaða nýjungar geta komið út úr því að skapa þetta vinnuumhverfið.“ Viðar Logi er nýfluttur aftur til London eftir að hafa náð góðri jarðtengingu á Íslandi.Aðsend Nýjar hliðar velkomnar Viðar Logi er sem áður segir nýfluttur aftur út til London og segir engan dag eins hjá sér. „Það er mjög hollt fyrir mig að uppræta mig af og til eins og ég er að gera hér. Ég er mikil rútínu manneskja þó ég sé sjálfstætt starfandi og ég þarf að hafa svona vörður sem aðskilja dagana og vikurnar. Á ákveðnum degi fer ég til dæmis í jóga og svo framvegis. Ég veit annars oft ekki hvaða dagur er. Með því að uppræta mig fær hausinn rými til að kynnast nýjum hliðum á mér. Að koma hingað til London er nýr kafli og maður fær nýja hugmynd af sjálfum sér við það að vera opinn. Að koma hingað er hugrekki sem maður skuldar sjálfum sér. Að taka þessa áhættu fyrir sjálfan sig til að gera vaxið.“ Hann segir sitt næsta verkefni vera að finna fleiri vörður. „Ég vil finna hversdagsleika í kaosinu og það er ótrúlega spennandi. Svo er það bara að halda áfram að vinna með Björk, koma mér fyrir í London og áfram gakk.“ View this post on Instagram A post shared by vidar logi (@vidarlogi) Byrja og halda áfram Að lokum bað blaðamaður Viðar Loga að gefa ráð til þeirra sem vilja komast inn í heim listarinnar. „Ég segi bara að gera það og taka áhættuna. Það er í raun bara það, að kýla á það. Hvað er það versta sem gæti gerst? Ég held að það sem heldur fólki aftur séu móttökur frá heiminum yfir því hvernig aðrir taka í það sem maður er að gera. En það er best að byrja og ekki hætta, halda áfram og þá er boltinn farinn af stað.“
Tíska og hönnun Menning Tónlist Ljósmyndun Björk Tengdar fréttir Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 „Maður þurfti að hugsa mikið á hlaupum sem kitlar mig alltaf á réttu stöðunum“ Borgarleikhúsið kynnti á dögunum herferð fyrir leikárið 2021-2022 með ljósmyndum af leikurunum sínum. Myndirnar eru allar einstakar og prýða nýju leikskránna, stóran vegg í Borgarleikhúsinu og annað kynningarefni. 28. september 2021 11:26 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31
„Maður þurfti að hugsa mikið á hlaupum sem kitlar mig alltaf á réttu stöðunum“ Borgarleikhúsið kynnti á dögunum herferð fyrir leikárið 2021-2022 með ljósmyndum af leikurunum sínum. Myndirnar eru allar einstakar og prýða nýju leikskránna, stóran vegg í Borgarleikhúsinu og annað kynningarefni. 28. september 2021 11:26