Notendur strætó eru augljóslega vandamálið Geir Finnsson skrifar 19. október 2022 07:00 Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Strætó Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun