Hannes valdi hornið kvöldið áður en hann varði vítið frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 10:00 Það var löngu ákveðið að Hannes Þór Halldórsson myndi skutla sér til hægri í víti á móti Lionel Messi. Getty/Mike Hewitt Alþjóða knattspyrnusambandið hitar upp fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar með því að rifja upp Íslandsævintýrið frá HM í Rússlandi 2018. Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér. HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér.
HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu