Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 09:23 Í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni. Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, hefst niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið. Votlendissjóður Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira