Bandarískir uppgjafarherforingjar flykkjast í þjónustu krónprinsins Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 11:01 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur raðað í kringum sig bandarískum uppgjafarhershöfðingjum í ýmis ráðgjafarstörf. Vísir/EPA/Getty Tugir uppgjafarherforingja og flotaforingja eru á meðal hundruð bandarískra hermanna sem drýgja eftirlaun sín með því að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir, aðallega í löndum þar sem mannréttindabrot og kúgun er daglegt brauð. Fjöldi þeirra er í þjónustu krónprins Sádi-Arabíu og fjölgaði þeim eftir hrottalegt morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta sýnir ítarleg rannsókn bandaríska dagblaðsins Washington Post fram á. Blaðið háði tveggja ára langa baráttu gegn Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytinu fyrir dómstólum til að fá afhent gögn um ráðgjafarstörf fyrrverandi hermanna. Þeir þurfa að fá leyfi frá bandarískum stjórnvöldum til að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir. Stjórnvöld þráuðust við að veita upplýsingarnar á þeim forsendum að þær kæmu almenningi ekki við og að það væri brot á persónuvernd uppgjafarhermannanna að birta þær. Dómari hafnaði þeim rökum og sagði almenning eiga rétt á því að vita hvort að háttsettir herforingjar nýttu sér tign sína til þess að skapa sér atvinnutækifæri erlendis eftir að þeir færu á eftirlaun. Flestir hafa tekið að sér ráðgjafarstörf í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og öðrum konungsdæmum við Persaflóa. Í mörgum tilfellum hjálpi þeir ríkjunum að byggja upp heri sína. Ríkin greiða þeim margfalt hærri upphæðir en þeir þáðu nokkurn tímann þegar þeir unnu fyrir Bandaríkjaher. Launin geta hlaupið á hundruð þúsundum dollara og jafnvel milljónum, jafnvirði tuga til hundraða milljóna íslenskra króna. Ríkin halda á meðan áfram að fremja mannréttindabrot heima fyrir en auk þess hafa Sádar og furstadæmin hlutast til í blóðugu borgarastríði í Jemen þar sem þúsundir óbreyttra borgara hefur beðið bana. James L. Jones, fyrrverandi þjóðaröryggisráðjgafi Obama, á mynd frá 2009. Hann hefur gert það gott með því að selja Sádum þekkingu og reynslu Bandaríkjahers.Vísir/EPA Fjölgaði í ráðgjafaliðinu eftir morðið á Khashoggi Fimmtán fyrrverandi herforingja og flotaforingjar hafa unnið sem ráðgjafar fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu frá árinu 2016. Yfirmaður þess hefur verið Mohammed bin Salman, krónprins konungsdæmisins og raunverulegur leiðtogi þess. Hann var nýlegar skipaður forsætisráðherra. Bandaríska leyniþjónustan telur Salman hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl árið 2018. Dauðasveit tók á móti Khashoggi þegar hann ætlaði að ganga frá pappírum fyrir brúðkaup sitt. Lík blaðamannsins var bútað niður en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Morðið virðist ekki hafa skapað neinn efa í huga bandarísku herforingjanna nema síður sé. Þannig fjölgaði þeim sem réðu sig í þjónustu krónprinsins eftir að Khashoggi var myrtur og brytjaður niður. Á meðal þeirra sem hafa unnið fyrir Sáda eru James L. Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, og Keith Alexander, fyrrverandi herforingi og yfirmaður þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í tíð Obama og George W. Bush. Aðrir eru til dæmis fjögurra stjörnu hershöfðingi úr bandaríska flughernum og fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan. Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018. Hann var búsettur í Bandaríkjunum og hafði skrifað pistla sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Salman krónprins er talinn hafa gefið grænt ljós á að taka Khashoggi úr umferð.Vísir/EPA Vildu ekki að Sádar leituðu á náðir Kínverja eða Rússa í staðinn Jones segir Washington Post að hann hafi verið sleginn og hissa yfir því sem „greinilega“ kom fyrir Khashoggi. Bandaríkjastjórn hafi hins vegar hvatt hann til þess að halda áfram að starfa fyrir Sáda þrátt fyrir það. „Ég veit ekki hverjir valkostirnir hefðu verið ef við hefðum dregið okkur í hlé. Ég hafði áhyggjur af því að þeir gætu leitað í önnur sambönd við Kínverja eða Rússa,“ sagði Jones. Ráðgjafarfyrirtæki Jones færði þannig út kvíarnar eftir morðið á Khashoggi. Átta fyrrverandi hershöfðingjar og flotaforingjar auk 32 lægra settra uppgjafarhermanna eru nú á hans vegum í Ríad. Ekkert eftirlit og auðsótt leyfi Þrátt fyrir að þeir hermenn sem sækjast eftir að vinna fyrir erlend ríki þurfi lögum samkvæmt að sækja um leyfi frá þeirri deild hersins sem þeir störfuðu fyrir og utanríkisráðuneytisins eru slík leyfi auðsótt. Gögnin sem Washington Post fékk í hendur sýna að af fleiri en fimm hundruð umsóknum frá 2015 hafi 95 prósent verið samþykktar. Engu að síður fann blaðið tugi dæma um að fyrrverandi hermenn segist starfa sem ráðgjafar fyrir Persaflóaríki án þess að nokkur gögn finnist um að yfirvöld hafi veitt þeim heimild til þess. Ólíklegt er að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að vera staðnir að verki því engin refsiviðurlög eru við því að brjóta lög um útsendara erlendra ríkja og eftirfylgni með þeim er svo gott sem engin. Þó að varnarmálaráðuneytið hafi heimild til þess að halda eftir lífeyrisgreiðslum til þeirra sem brjóta reglurnar hefur slíkt aðeins verið gert gert í innan við fimm tilfellum. Ráðuneytið neitaði að upplýsa um hverja hefði verið að ræða og hvenær. Bandaríkin Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25 Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þetta sýnir ítarleg rannsókn bandaríska dagblaðsins Washington Post fram á. Blaðið háði tveggja ára langa baráttu gegn Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytinu fyrir dómstólum til að fá afhent gögn um ráðgjafarstörf fyrrverandi hermanna. Þeir þurfa að fá leyfi frá bandarískum stjórnvöldum til að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir. Stjórnvöld þráuðust við að veita upplýsingarnar á þeim forsendum að þær kæmu almenningi ekki við og að það væri brot á persónuvernd uppgjafarhermannanna að birta þær. Dómari hafnaði þeim rökum og sagði almenning eiga rétt á því að vita hvort að háttsettir herforingjar nýttu sér tign sína til þess að skapa sér atvinnutækifæri erlendis eftir að þeir færu á eftirlaun. Flestir hafa tekið að sér ráðgjafarstörf í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og öðrum konungsdæmum við Persaflóa. Í mörgum tilfellum hjálpi þeir ríkjunum að byggja upp heri sína. Ríkin greiða þeim margfalt hærri upphæðir en þeir þáðu nokkurn tímann þegar þeir unnu fyrir Bandaríkjaher. Launin geta hlaupið á hundruð þúsundum dollara og jafnvel milljónum, jafnvirði tuga til hundraða milljóna íslenskra króna. Ríkin halda á meðan áfram að fremja mannréttindabrot heima fyrir en auk þess hafa Sádar og furstadæmin hlutast til í blóðugu borgarastríði í Jemen þar sem þúsundir óbreyttra borgara hefur beðið bana. James L. Jones, fyrrverandi þjóðaröryggisráðjgafi Obama, á mynd frá 2009. Hann hefur gert það gott með því að selja Sádum þekkingu og reynslu Bandaríkjahers.Vísir/EPA Fjölgaði í ráðgjafaliðinu eftir morðið á Khashoggi Fimmtán fyrrverandi herforingja og flotaforingjar hafa unnið sem ráðgjafar fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu frá árinu 2016. Yfirmaður þess hefur verið Mohammed bin Salman, krónprins konungsdæmisins og raunverulegur leiðtogi þess. Hann var nýlegar skipaður forsætisráðherra. Bandaríska leyniþjónustan telur Salman hafa skipað fyrir um morðið á Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl árið 2018. Dauðasveit tók á móti Khashoggi þegar hann ætlaði að ganga frá pappírum fyrir brúðkaup sitt. Lík blaðamannsins var bútað niður en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Morðið virðist ekki hafa skapað neinn efa í huga bandarísku herforingjanna nema síður sé. Þannig fjölgaði þeim sem réðu sig í þjónustu krónprinsins eftir að Khashoggi var myrtur og brytjaður niður. Á meðal þeirra sem hafa unnið fyrir Sáda eru James L. Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, og Keith Alexander, fyrrverandi herforingi og yfirmaður þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna í tíð Obama og George W. Bush. Aðrir eru til dæmis fjögurra stjörnu hershöfðingi úr bandaríska flughernum og fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Afganistan. Jamal Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018. Hann var búsettur í Bandaríkjunum og hafði skrifað pistla sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandinu. Salman krónprins er talinn hafa gefið grænt ljós á að taka Khashoggi úr umferð.Vísir/EPA Vildu ekki að Sádar leituðu á náðir Kínverja eða Rússa í staðinn Jones segir Washington Post að hann hafi verið sleginn og hissa yfir því sem „greinilega“ kom fyrir Khashoggi. Bandaríkjastjórn hafi hins vegar hvatt hann til þess að halda áfram að starfa fyrir Sáda þrátt fyrir það. „Ég veit ekki hverjir valkostirnir hefðu verið ef við hefðum dregið okkur í hlé. Ég hafði áhyggjur af því að þeir gætu leitað í önnur sambönd við Kínverja eða Rússa,“ sagði Jones. Ráðgjafarfyrirtæki Jones færði þannig út kvíarnar eftir morðið á Khashoggi. Átta fyrrverandi hershöfðingjar og flotaforingjar auk 32 lægra settra uppgjafarhermanna eru nú á hans vegum í Ríad. Ekkert eftirlit og auðsótt leyfi Þrátt fyrir að þeir hermenn sem sækjast eftir að vinna fyrir erlend ríki þurfi lögum samkvæmt að sækja um leyfi frá þeirri deild hersins sem þeir störfuðu fyrir og utanríkisráðuneytisins eru slík leyfi auðsótt. Gögnin sem Washington Post fékk í hendur sýna að af fleiri en fimm hundruð umsóknum frá 2015 hafi 95 prósent verið samþykktar. Engu að síður fann blaðið tugi dæma um að fyrrverandi hermenn segist starfa sem ráðgjafar fyrir Persaflóaríki án þess að nokkur gögn finnist um að yfirvöld hafi veitt þeim heimild til þess. Ólíklegt er að þeir þurfi að hafa áhyggjur af því að vera staðnir að verki því engin refsiviðurlög eru við því að brjóta lög um útsendara erlendra ríkja og eftirfylgni með þeim er svo gott sem engin. Þó að varnarmálaráðuneytið hafi heimild til þess að halda eftir lífeyrisgreiðslum til þeirra sem brjóta reglurnar hefur slíkt aðeins verið gert gert í innan við fimm tilfellum. Ráðuneytið neitaði að upplýsa um hverja hefði verið að ræða og hvenær.
Bandaríkin Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25 Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Gerir son sinn að forsætisráðherra Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra. 27. september 2022 20:25
Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15. júlí 2022 21:22
Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33