Lífið

Bleikir veggir, bleikt eldhús og bleikt hár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt elskar að skoða nýja vinsæla liti.
Vala Matt elskar að skoða nýja vinsæla liti.

Bleiki liturinn virðist vera að slá í gegn bæði á heimilum, í húsgögnum, á veitingastöðum, í fatnaði og í hári.

Það er alltaf gaman að sjá bjarta liti innan um gráa litinn og svarta og hvíta sem hafa tröllriðið öllu undanfarin ár bæði á heimilum og í fatnaði.

Og þar hefur grái liturinn verið vinsælastur. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði bleikt málað eldhús og innréttingu hjá mæðgunum Svönu Lovísu og Katrínu Sveinsdóttur.

„Ég bara elska bleika litinn og hef leyft því á síðustu árum að njóta sín töluvert meira heima hjá mér og hjá mömmu líka,“ segir Svana sem er bloggari á Trendnet.

„Þessi bleiki litur hefur fylgt mér alla tíð. Ég skal segja þér það að þegar ég byrjaði að búa fyrir ansi mörgum áru, um fjörutíu árum þá var ég með bleika sófa og bleikar gardínur, þannig að þetta er nú ekkert nýtt hjá mér,“ segir Katrín.

Einnig skoðaði Vala Matt bleikan stofuvegg hjá Ásgeiri Hjartar athafnamanni og hárgreiðslumeistara sem hefur meðal annars verið að sjá um hárið á Björk, Röggu Gísla og Svölu Björgvins. Hann blandar saman svörtum lit við skærbleikan.

Svo að lokum fékk Vala að sjá mjög falleg bleikt hár sem hárgreiðslukonan Gígja er með en hún starfar á hárgreiðslustofunni Rauðhætta & Úlfurinn í Borgartúninu.

Hér að neðan má sjá yfirferð Völu Matt yfir bleika litinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.