Ráðherrar maki krókinn í gegnum dagpeningakerfið Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2022 10:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Björn Leví Gunnarsson sem telur einsýnt að dagpeningakerfið sé misnotað af ráðherrum. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir blasa við að ráðherrar landsins eru að fá ofgreidda dagpeninga. Almenningur tvígreiði til að mynda ferðir ráðherra til og frá flugvelli. „Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira