Ráðherrar maki krókinn í gegnum dagpeningakerfið Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2022 10:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Björn Leví Gunnarsson sem telur einsýnt að dagpeningakerfið sé misnotað af ráðherrum. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir blasa við að ráðherrar landsins eru að fá ofgreidda dagpeninga. Almenningur tvígreiði til að mynda ferðir ráðherra til og frá flugvelli. „Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira