Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-23 | Valskonur einar á toppnum Dagur Lárusson skrifar 22. október 2022 20:35 Valskonur unnu sterkan sigur gegn Stjörnunni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur er enn með fullt hús stiga eftir nauman tveggja marka sigur gegn Stjörnunni í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 25-23. Fyrir leikinn voru liðin hnífjöfn í tveimur efstu sætum deildarinnar, bæði með átta stig og 34 í markatölu og því var ljóst að um hörku leik væri að ræða. Eins og við var að búast þá var leikurinn mjög jafn strax í upphafi en Valur var þó yfirleitt einum til tveimur mörkum á undan. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 7-4 fyrir Val og Þórey Anna með fjögur af mörkum Vals. Stærsta forskot Vals var síðan í stöðunni 12-8 en þá fór Stjarnan aftur í gír og náði að jafna leikinn á stuttum tíma, staða orðin 13-13 og þá tók Ágúst leikhlé. Staðan í hálfleik var 14-13 en í byrjun seinni hálfleiks var það Stjarnan sem var með yfirhöndina og virtist stemningin vera hjá gestunum. Helena skoraði sitt fimmta mark á þeim tímapunkti og kom Stjörnunni yfir í fyrsta sinn í leiknum. Það var mikið barist á þessum tímapunkti í leiknum og skiptust liðin á að vera með forystuna en það voru að lokum Valskonur sem tryggðu sér sigurinn. Thea Imani fór mikinn á lokakaflanum og má segja að hún hafi verið það sem skildi liðin af. Af hverju vann Valur? Það var rosalega lítið sem skildi liðin af í dag, bæði lið að spila flottan handbolta og var vörnin sterk hjá báðum liðum. Á lokakaflanum steig Thea Imani upp og skoraði mikilvæg mörk og var það eflaust það sem skildi liðin af. Hverjar stóðu uppúr? Þórey Anna og Thea Imani skoruðu sjö mörk fyrir Val en markahæst hjá Stjörnunni var Helena með níu mörk. Darija var einnig frábær í marki Stjörnunnar. Hvað fór illa? Það var afskaplega lítið sem fór illa og tel ég að báðir þjálfara væru sammála því enda sögðu þeir báðir eftir leik að þetta hafi verið frábær frammistaða hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjafrí. Hrannar Guðmundsson: Viltu að ég segi að við stefnum á fjórða sætið? Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög stoltur af liðinu mínu, við vorum ótrúlega flottar en þetta einfaldlega féll fyrir þær,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er rosalega svekktur því mér finnst eins og við áttum meira skilið en ég er líka svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki tekið leikhlé fyrir síðustu sóknina okkar. En maður stendur og fellur með sínum ákvörðunum og maður lærir af þessu,” hélt Hrannar áfram. Hrannar talaði hreint út og sagðist ekki vilja tala í kringum hlutina þegar hann væri að tala um liðið sitt í samanburði við toppliðin í deildinni. „Sigurinn hefði getað dottið báðum megin, það er klárt mál. Þær eru ekkert betri en við og ég ætla ekkert að tala í kringum hlutina varðandi það. Ég er hrikalega stoltur af stelpunum, það er þvílíkt sjálfstraust í liðinu, við erum í mjög góðu standi.” „Eins og ég segi, ég þoli ekki að tala í kringum hlutina, við erum bara ótrúlega flott lið og erum alveg jafn góðar og þær. Ég meina, viltu að ég segja að við stefnum á fjórða sætið,” endaði Hrannar á að segja eftir leik. Ágúst Jóhannsson: Frábær auglýsing fyrir kvennahandboltann Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var fyrst og fremst frábær handboltaleikur, klárlega besti leikurinn sem við höfum spilað í vetur,” byrjaði Ágúst, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Það voru mikil gæði í báðum liðunum og í raun góð auglýsing fyrir kvennaboltann. Það var mikið tekist á báðum megin á vellinum og leikurinn var mjög hraður og lítið um tæknifeila. Ég er gríðarlega ánægður að við unnum þetta því þetta hefði getað endað beggja megin” hélt Ágúst áfram. Leikurinn var mjög hraður og þá sérstaklega í byrjun leiks en Ágúst segir að það hafi verið uppleggið fyrir leikinn. „Já það var klárlega uppleggið hjá okkur þrátt fyrir það að við spiluðum við ÍBV fyrir nokkrum dögum. Við erum með breiðan hóp og við spiluðum til dæmis á sex leikmönnum í skyttustöðunum þannig við gátum haldið uppi hraðanum og það var mikilvægt,” endaði Ágúst á að segja. Olís-deild kvenna Valur Stjarnan Handbolti
Valur er enn með fullt hús stiga eftir nauman tveggja marka sigur gegn Stjörnunni í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 25-23. Fyrir leikinn voru liðin hnífjöfn í tveimur efstu sætum deildarinnar, bæði með átta stig og 34 í markatölu og því var ljóst að um hörku leik væri að ræða. Eins og við var að búast þá var leikurinn mjög jafn strax í upphafi en Valur var þó yfirleitt einum til tveimur mörkum á undan. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 7-4 fyrir Val og Þórey Anna með fjögur af mörkum Vals. Stærsta forskot Vals var síðan í stöðunni 12-8 en þá fór Stjarnan aftur í gír og náði að jafna leikinn á stuttum tíma, staða orðin 13-13 og þá tók Ágúst leikhlé. Staðan í hálfleik var 14-13 en í byrjun seinni hálfleiks var það Stjarnan sem var með yfirhöndina og virtist stemningin vera hjá gestunum. Helena skoraði sitt fimmta mark á þeim tímapunkti og kom Stjörnunni yfir í fyrsta sinn í leiknum. Það var mikið barist á þessum tímapunkti í leiknum og skiptust liðin á að vera með forystuna en það voru að lokum Valskonur sem tryggðu sér sigurinn. Thea Imani fór mikinn á lokakaflanum og má segja að hún hafi verið það sem skildi liðin af. Af hverju vann Valur? Það var rosalega lítið sem skildi liðin af í dag, bæði lið að spila flottan handbolta og var vörnin sterk hjá báðum liðum. Á lokakaflanum steig Thea Imani upp og skoraði mikilvæg mörk og var það eflaust það sem skildi liðin af. Hverjar stóðu uppúr? Þórey Anna og Thea Imani skoruðu sjö mörk fyrir Val en markahæst hjá Stjörnunni var Helena með níu mörk. Darija var einnig frábær í marki Stjörnunnar. Hvað fór illa? Það var afskaplega lítið sem fór illa og tel ég að báðir þjálfara væru sammála því enda sögðu þeir báðir eftir leik að þetta hafi verið frábær frammistaða hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjafrí. Hrannar Guðmundsson: Viltu að ég segi að við stefnum á fjórða sætið? Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög stoltur af liðinu mínu, við vorum ótrúlega flottar en þetta einfaldlega féll fyrir þær,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er rosalega svekktur því mér finnst eins og við áttum meira skilið en ég er líka svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki tekið leikhlé fyrir síðustu sóknina okkar. En maður stendur og fellur með sínum ákvörðunum og maður lærir af þessu,” hélt Hrannar áfram. Hrannar talaði hreint út og sagðist ekki vilja tala í kringum hlutina þegar hann væri að tala um liðið sitt í samanburði við toppliðin í deildinni. „Sigurinn hefði getað dottið báðum megin, það er klárt mál. Þær eru ekkert betri en við og ég ætla ekkert að tala í kringum hlutina varðandi það. Ég er hrikalega stoltur af stelpunum, það er þvílíkt sjálfstraust í liðinu, við erum í mjög góðu standi.” „Eins og ég segi, ég þoli ekki að tala í kringum hlutina, við erum bara ótrúlega flott lið og erum alveg jafn góðar og þær. Ég meina, viltu að ég segja að við stefnum á fjórða sætið,” endaði Hrannar á að segja eftir leik. Ágúst Jóhannsson: Frábær auglýsing fyrir kvennahandboltann Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var fyrst og fremst frábær handboltaleikur, klárlega besti leikurinn sem við höfum spilað í vetur,” byrjaði Ágúst, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Það voru mikil gæði í báðum liðunum og í raun góð auglýsing fyrir kvennaboltann. Það var mikið tekist á báðum megin á vellinum og leikurinn var mjög hraður og lítið um tæknifeila. Ég er gríðarlega ánægður að við unnum þetta því þetta hefði getað endað beggja megin” hélt Ágúst áfram. Leikurinn var mjög hraður og þá sérstaklega í byrjun leiks en Ágúst segir að það hafi verið uppleggið fyrir leikinn. „Já það var klárlega uppleggið hjá okkur þrátt fyrir það að við spiluðum við ÍBV fyrir nokkrum dögum. Við erum með breiðan hóp og við spiluðum til dæmis á sex leikmönnum í skyttustöðunum þannig við gátum haldið uppi hraðanum og það var mikilvægt,” endaði Ágúst á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti