Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 31-26 | Mosfellingar fyrstir til að vinna Eyjamenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2022 18:20 Afturelding er komið upp í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/Diego Afturelding varð í dag fyrsta liðið til að vinna ÍBV í Olís-deild karla þegar liðin áttust við á Varmá í Mosfellsbænum. Lokatölur 31-26, Aftureldingu í vil. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Frammistaða Mosfellinga var stórgóð á öllum sviðum. Sóknarleikurinn gekk lengst af mjög vel og frábærlega í kringum hálfleikinn þar sem Afturelding nýtti ellefu sóknir í röð. Vörnin var sterk allan tímann og í markinu var Jovan Kukobat frábær. Hann varði 21 skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Birkir Benediktsson og Blær Hinriksson skoruðu sex mörk hvor fyrir Aftureldingu og Árni Bragi Eyjólfsson fimm. Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Elmar Erlingsson fimm. Petar Jokanovic varði sautján skot (35 prósent). Sóknarleikurinn hefur verið aðall ÍBV það sem af er tímabili og fyrir leikinn í dag hafði liðið skorað tæplega fjörutíu mörk að meðaltali í leik. Aftureldingar beið því erfitt verkefni í vörninni en Mosfellingar mættu svo sannarlega tilbúnir til leiks á þeim enda vallarins. Þá voru þeir mjög snöggir til baka og ÍBV skoraði óvenju lítið eftir hraðaupphlaup. Jafnræði var með liðunum framan af en svo náði Afturelding frumkvæðinu. Sóknarleikur ÍBV var afar einhæfur þar sem Rúnar var upphaf og endir alls. Hann tók alls tíu skot í fyrri hálfleik, af 27 skotum Eyjamanna. Rúnar var heitur framan af en Mosfellingar neyddu hann svo í æ erfiðari skot eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Svanur Páll Vilhjálmsson minnkaði muninn í eitt mark, 10-9, þegar níu mínútur voru til hálfleiks. Þessar níu mínútur vann Afturelding, 8-2. Jovan varði virkilega vel í markinu, tíu skot (48 prósent), og átti auk þess tvær frábærar langar sendingar fram á Ihor Kopishinsky sem skiluðu mörkum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé þegar 48 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 16-11 fyrir hans menn. Hann hefði líklega ekki órað fyrir því að munurinn í hálfleik yrði 18-11 en það gerðist. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sautjánda mark Aftureldingar, Rúnar skaut í kjölfarið í vörnina og boltinn barst á Blæ sem skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum, 18-11. Mosfellingar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og komust mest átta mörkum yfir. Til að koma sér aftur inn í leikinn breyttu Eyjamenn yfir í 5-1 vörn. Hún var nokkuð lengi í gang en sló svo vopnin úr höndum Mosfellinga. Sóknin fylgdi þó ekki nægilega vel með til að minnka muninn að einhverju ráði. Heimamenn voru þó skynsamir og fundu á endanum lausnir á vörn gestanna. Þeir komust sjö mörkum yfir, 30-23, þegar Blær skoraði úr vítakasti er fimm mínútur voru eftir. ÍBV svaraði með þremur mörkum í röð en Þorsteinn Leó kláraði leikinn þegar hann skoraði 31. mark Aftureldingar. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 31-26, og sanngjarn mosfellskur sigur staðreynd. Stefán: Vinnusemi og aftur vinnusemi Stefán Árnason kom til Aftureldingar frá KA í sumar.vísir/diego Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, var glaðbeittur þegar hann mætti í viðtal eftir leikinn gegn ÍBV. Hann var þó ekki endilega tilbúinn að taka undir að leikurinn í dag væri sá besti hjá Mosfellingum á tímabilinu. „Hann var allavega mjög góður. Þetta var kaflaskipt. Það kom frábær kafli í fyrri hálfleik þar sem við gerðum út um leikinn og fylgdum því eftir,“ sagði Stefán. „Við erum búnir að spila marga góða leiki í vetur og þetta var áframhald á því sem við erum að reyna að gera.“ Stefán segir að Mosfellingar hafi lagt mikla vinnu í vörnina, fyrir leik og svo þegar í hann var komið. „Galdurinn var bara gífurleg vinnusemi í vörninni og leikmenn lögðu gríðarlega mikið á sig. Við vorum búnir að fara vel yfir Eyjamennina og það er ekkert eitt auðvelt svar við því sem þeir eru að gera. Þeir eru gífurlega öflugir og það þarf að vera á tánum og vinna saman. Þetta er bara vinnusemi og aftur vinnusemi og við skiluðum henni í dag,“ sagði Stefán. Sóknarleikur Aftureldingar var heldur ekki af verri endanum, sérstaklega á kaflanum þegar liðið náði undirtökunum í leiknum. „Við spiluðum vel saman sem lið. Boltinn flaut vel hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, mikla breidd og marga góða leikmenn og verðum betri með hverri vikunni sem við náum að æfa saman,“ sagði Stefán að lokum. Erlingur: Ótrúlegt að leikurinn hafi bara endað með fimm marka mun Eyjamennirnir hans Erlings Richardssonar voru þeir síðustu til að tapa leik í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, sagði að slæmur kafli undir lok fyrri hálfleiks hefði gert útslagið gegn Aftureldingu. „Hann var dýr. Við tókum skot of snemma og vorum illa undirbúnir til að klára sóknirnar. Þeir fengu einhver 6-7 hraðaupphlaup á fyrsta tempói. Staðan breyttist hratt og 18-11 í hálfleik var stórt bil til að brúa þótt við höfum vissulega reynt,“ sagði Erlingur eftir leik. En fannst honum Eyjamenn vera nálægt því að koma til baka í seinni hálfleiknum? „Já og nei. Það kom tækifæri í seinni hálfleiknum en samt sem áður ekki nóg til brjóta leikinn þannig upp. Það er samt ótrúlegt að leikurinn hafi bara endað með fimm marka mun,“ svaraði Erlingur. Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki með ÍBV í dag en hann hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. „Hann verður lánaður út þetta ár. Hann fer til Hannesar,“ sagði Erlingur. Hann gerir svo ráð fyrir því að endurheimta Sigtrygg á nýju ári. „Já, það eru bara meiðsli í herbúðum Hard. Hannes hringdi og við ræddum þetta. Þetta er tækifæri fyrir okkar menn að fara í Evrópukeppni. Hann fær slatta af spiltíma. Svo erum við líka nokkra unga leikmenn sem við þurfum að sjá til að keppi og fái mínútur. Ég held við séum allir að græða.“ Olís-deild karla Afturelding ÍBV
Afturelding varð í dag fyrsta liðið til að vinna ÍBV í Olís-deild karla þegar liðin áttust við á Varmá í Mosfellsbænum. Lokatölur 31-26, Aftureldingu í vil. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Frammistaða Mosfellinga var stórgóð á öllum sviðum. Sóknarleikurinn gekk lengst af mjög vel og frábærlega í kringum hálfleikinn þar sem Afturelding nýtti ellefu sóknir í röð. Vörnin var sterk allan tímann og í markinu var Jovan Kukobat frábær. Hann varði 21 skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Birkir Benediktsson og Blær Hinriksson skoruðu sex mörk hvor fyrir Aftureldingu og Árni Bragi Eyjólfsson fimm. Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Elmar Erlingsson fimm. Petar Jokanovic varði sautján skot (35 prósent). Sóknarleikurinn hefur verið aðall ÍBV það sem af er tímabili og fyrir leikinn í dag hafði liðið skorað tæplega fjörutíu mörk að meðaltali í leik. Aftureldingar beið því erfitt verkefni í vörninni en Mosfellingar mættu svo sannarlega tilbúnir til leiks á þeim enda vallarins. Þá voru þeir mjög snöggir til baka og ÍBV skoraði óvenju lítið eftir hraðaupphlaup. Jafnræði var með liðunum framan af en svo náði Afturelding frumkvæðinu. Sóknarleikur ÍBV var afar einhæfur þar sem Rúnar var upphaf og endir alls. Hann tók alls tíu skot í fyrri hálfleik, af 27 skotum Eyjamanna. Rúnar var heitur framan af en Mosfellingar neyddu hann svo í æ erfiðari skot eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Svanur Páll Vilhjálmsson minnkaði muninn í eitt mark, 10-9, þegar níu mínútur voru til hálfleiks. Þessar níu mínútur vann Afturelding, 8-2. Jovan varði virkilega vel í markinu, tíu skot (48 prósent), og átti auk þess tvær frábærar langar sendingar fram á Ihor Kopishinsky sem skiluðu mörkum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé þegar 48 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 16-11 fyrir hans menn. Hann hefði líklega ekki órað fyrir því að munurinn í hálfleik yrði 18-11 en það gerðist. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sautjánda mark Aftureldingar, Rúnar skaut í kjölfarið í vörnina og boltinn barst á Blæ sem skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum, 18-11. Mosfellingar héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og komust mest átta mörkum yfir. Til að koma sér aftur inn í leikinn breyttu Eyjamenn yfir í 5-1 vörn. Hún var nokkuð lengi í gang en sló svo vopnin úr höndum Mosfellinga. Sóknin fylgdi þó ekki nægilega vel með til að minnka muninn að einhverju ráði. Heimamenn voru þó skynsamir og fundu á endanum lausnir á vörn gestanna. Þeir komust sjö mörkum yfir, 30-23, þegar Blær skoraði úr vítakasti er fimm mínútur voru eftir. ÍBV svaraði með þremur mörkum í röð en Þorsteinn Leó kláraði leikinn þegar hann skoraði 31. mark Aftureldingar. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 31-26, og sanngjarn mosfellskur sigur staðreynd. Stefán: Vinnusemi og aftur vinnusemi Stefán Árnason kom til Aftureldingar frá KA í sumar.vísir/diego Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, var glaðbeittur þegar hann mætti í viðtal eftir leikinn gegn ÍBV. Hann var þó ekki endilega tilbúinn að taka undir að leikurinn í dag væri sá besti hjá Mosfellingum á tímabilinu. „Hann var allavega mjög góður. Þetta var kaflaskipt. Það kom frábær kafli í fyrri hálfleik þar sem við gerðum út um leikinn og fylgdum því eftir,“ sagði Stefán. „Við erum búnir að spila marga góða leiki í vetur og þetta var áframhald á því sem við erum að reyna að gera.“ Stefán segir að Mosfellingar hafi lagt mikla vinnu í vörnina, fyrir leik og svo þegar í hann var komið. „Galdurinn var bara gífurleg vinnusemi í vörninni og leikmenn lögðu gríðarlega mikið á sig. Við vorum búnir að fara vel yfir Eyjamennina og það er ekkert eitt auðvelt svar við því sem þeir eru að gera. Þeir eru gífurlega öflugir og það þarf að vera á tánum og vinna saman. Þetta er bara vinnusemi og aftur vinnusemi og við skiluðum henni í dag,“ sagði Stefán. Sóknarleikur Aftureldingar var heldur ekki af verri endanum, sérstaklega á kaflanum þegar liðið náði undirtökunum í leiknum. „Við spiluðum vel saman sem lið. Boltinn flaut vel hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, mikla breidd og marga góða leikmenn og verðum betri með hverri vikunni sem við náum að æfa saman,“ sagði Stefán að lokum. Erlingur: Ótrúlegt að leikurinn hafi bara endað með fimm marka mun Eyjamennirnir hans Erlings Richardssonar voru þeir síðustu til að tapa leik í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, sagði að slæmur kafli undir lok fyrri hálfleiks hefði gert útslagið gegn Aftureldingu. „Hann var dýr. Við tókum skot of snemma og vorum illa undirbúnir til að klára sóknirnar. Þeir fengu einhver 6-7 hraðaupphlaup á fyrsta tempói. Staðan breyttist hratt og 18-11 í hálfleik var stórt bil til að brúa þótt við höfum vissulega reynt,“ sagði Erlingur eftir leik. En fannst honum Eyjamenn vera nálægt því að koma til baka í seinni hálfleiknum? „Já og nei. Það kom tækifæri í seinni hálfleiknum en samt sem áður ekki nóg til brjóta leikinn þannig upp. Það er samt ótrúlegt að leikurinn hafi bara endað með fimm marka mun,“ svaraði Erlingur. Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki með ÍBV í dag en hann hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. „Hann verður lánaður út þetta ár. Hann fer til Hannesar,“ sagði Erlingur. Hann gerir svo ráð fyrir því að endurheimta Sigtrygg á nýju ári. „Já, það eru bara meiðsli í herbúðum Hard. Hannes hringdi og við ræddum þetta. Þetta er tækifæri fyrir okkar menn að fara í Evrópukeppni. Hann fær slatta af spiltíma. Svo erum við líka nokkra unga leikmenn sem við þurfum að sjá til að keppi og fái mínútur. Ég held við séum allir að græða.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti