Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 10:18 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00