Myndbönd: Gamlar Suzuki auglýsingar með Michael Jackson Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2022 07:00 Micheal Jackson í auglýsingu fyrir vespuna Suzuki Love. Blaðamanni er því miður ekki kunnugt um hver konan í auglýsingunni er. Í gegnum tíðina hafa japanskir bílaframleiðendur gjarnan notað amerískar stjörnur til að auglýsa vörur sínar. Yfirleitt eru stjörnurnar fengnar til að auglýsa bíla sem ekki koma á markað á Vesturlöndum. Dæmi um slíkar stjörnur eru Eddie Murphy, Bruce Willis, Leonardo DiCapro og Meg Ryan. Sennilega stærsta stjarnan var þó Michael Jackson sem auglýsti Suzuki vespuna Love. Á níunda áratugnum, þegar Jackson var á hátindi frægðarinnar var hann duglegur að nýta sér viðskiptatækifæri sem á borð hans komu. Pepsi, Sony og L.A. Gear voru öll í samstarfi við Jackson, auk auðvitað Suzuki, eðlilega. Michael Jackson Beach Scene Suzuki Commercial 1979 pic.twitter.com/Bl7f9qvbDH— 𝐉𝐢𝐡𝐲𝐞 | 𝐟𝐚𝐧 𝐚𝐜𝐜𝐨𝐮𝐧𝐭 (@jihye27751) October 22, 2022 Suzuki vildi með auglýsingunum ná fleiri konum í viðskipti með Love, lítilli, 50cc, fjórgengis vespu. Sambandið við Jackson náði hápunkti með auglýsingum bæði í sjónvarpi og á prenti. Þetta var ansi stórt fyrir Suzuki enda var Jackson afar vinsæll í Japan. Honum virðist hafa verið upplagt að reyna að heilla mögulega kvenkyns viðskiptavini Suzuki með því að blikka í auglýsingunum. Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Einu sinni var... Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Á níunda áratugnum, þegar Jackson var á hátindi frægðarinnar var hann duglegur að nýta sér viðskiptatækifæri sem á borð hans komu. Pepsi, Sony og L.A. Gear voru öll í samstarfi við Jackson, auk auðvitað Suzuki, eðlilega. Michael Jackson Beach Scene Suzuki Commercial 1979 pic.twitter.com/Bl7f9qvbDH— 𝐉𝐢𝐡𝐲𝐞 | 𝐟𝐚𝐧 𝐚𝐜𝐜𝐨𝐮𝐧𝐭 (@jihye27751) October 22, 2022 Suzuki vildi með auglýsingunum ná fleiri konum í viðskipti með Love, lítilli, 50cc, fjórgengis vespu. Sambandið við Jackson náði hápunkti með auglýsingum bæði í sjónvarpi og á prenti. Þetta var ansi stórt fyrir Suzuki enda var Jackson afar vinsæll í Japan. Honum virðist hafa verið upplagt að reyna að heilla mögulega kvenkyns viðskiptavini Suzuki með því að blikka í auglýsingunum.
Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Einu sinni var... Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent