Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu komið í loftið Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2022 13:11 Verk Tolla er fullt af táknrænum myndum. Aðsend Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu hófst í dag en uppboðið er haldið í samvinnu við Gallerí Fold og Vísi. Má þar finna verk eftir okkar fremsta listafólk sem gaf málverk til málefnisins ásamt hópi einstaklinga sem gaf verk úr einkasafni. Uppboðið fer fram á vef Gallerí Foldar en frá en áhugasamir geta einnig skoðað uppboðs verkin í sýningarrými Foldar á Rauðarárstíg. Góðgerðarkvöld fer fram þar þann 3. nóvember. Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið en yfir 700 konur leita þangað árlega í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Söfnunarþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. nóvember. Vísir hafði samband við Maddý hjá Gallerí Fold og Tolla, sem er meðal þeirra listamanna sem gáfu verk í ár. Góðgerðaruppboð „Það er mjög þarft að Kvennaathvarfið fái einhvers konar styrk þar sem það þarf að safna miklum peningum til að byggja nýtt Kvennaathvarf,“ segir Maddý og bætir við að þau reyni tvisvar á ári að vera með góðgerðaruppboð fyrir góðan málstað. „Nú erum við komin með um 80 verk og ferlið hefur gengið rosa vel. Þetta er opið á vefnum hjá okkur og við verðum með sérstakan viðburð fyrir uppboðið þriðja nóvember næstkomandi.“ Dýrasta verkið á uppboðinu er metið á 1,6 milljónir og er frá Arngunni Ýr. Samkennd og kærleikur Listamaðurinn Tolli segir að samkenndin og kærleikur með verkefninu hafi verið kveikjan að því að hann ákvað að taka þátt í verkefninu. Hann gaf málverk til söfnunarinnar sem hefur að geyma minni síðustu aldar af íslensku bændasamfélagi. Tolli Morthens er meðal listamanna sem gáfu verk fyrir vefuppboð Kvennaathvarfsins í ár.Aðsend Stöðugleiki og hverfulleiki „Í málverkinu er að finna arfleifð feðranna og mæðranna, forfeðra og formæðra. Það eru táknmyndir í þessu. Hrafnarnir sem eru sendiboðar milli manna og anda, sveitabýlið stendur fyrir tilvistina og svo er lífsins tréð. Litapallettan er eldur, sem er bæði skapandi og eyðandi. Verkið býr yfir melankólíu á fullu og það er tilfinningaríkt, þetta er bæði mynd um stöðugleika og hverfulleika.“ Hann segir mikilvæg öfl í grasrótarstarfsemi Kvennaathvarfsins. „Það er gott að nýta öll tækifæri til að setja ljós í eitthvað fallegt og mikilvægt og sýna það í uppbyggilegu ljósi.“ Listamennirnir eru sem áður segir hátt í 80 talsins í ár en ásamt Tolla má sem dæmi nefna Árna Má Erlingsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristínu Dóru Ólafsdóttur, Jón Sæmund (Nonna í DEAD), Sigurð Sævar, Kristjönu S. Williams og Ragnar Kjartansson ásamt ýmsum fleirum. Hér er hlekkur á Listaverkauppboðið sem er hluti af landsátakinu Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunin nær hámarki með söfnunarþætti sem sýndur verður á Stöð 2 fimmtudaginn 10. nóvember. Myndlist Menning Mannréttindi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Uppboðið fer fram á vef Gallerí Foldar en frá en áhugasamir geta einnig skoðað uppboðs verkin í sýningarrými Foldar á Rauðarárstíg. Góðgerðarkvöld fer fram þar þann 3. nóvember. Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið en yfir 700 konur leita þangað árlega í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Söfnunarþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. nóvember. Vísir hafði samband við Maddý hjá Gallerí Fold og Tolla, sem er meðal þeirra listamanna sem gáfu verk í ár. Góðgerðaruppboð „Það er mjög þarft að Kvennaathvarfið fái einhvers konar styrk þar sem það þarf að safna miklum peningum til að byggja nýtt Kvennaathvarf,“ segir Maddý og bætir við að þau reyni tvisvar á ári að vera með góðgerðaruppboð fyrir góðan málstað. „Nú erum við komin með um 80 verk og ferlið hefur gengið rosa vel. Þetta er opið á vefnum hjá okkur og við verðum með sérstakan viðburð fyrir uppboðið þriðja nóvember næstkomandi.“ Dýrasta verkið á uppboðinu er metið á 1,6 milljónir og er frá Arngunni Ýr. Samkennd og kærleikur Listamaðurinn Tolli segir að samkenndin og kærleikur með verkefninu hafi verið kveikjan að því að hann ákvað að taka þátt í verkefninu. Hann gaf málverk til söfnunarinnar sem hefur að geyma minni síðustu aldar af íslensku bændasamfélagi. Tolli Morthens er meðal listamanna sem gáfu verk fyrir vefuppboð Kvennaathvarfsins í ár.Aðsend Stöðugleiki og hverfulleiki „Í málverkinu er að finna arfleifð feðranna og mæðranna, forfeðra og formæðra. Það eru táknmyndir í þessu. Hrafnarnir sem eru sendiboðar milli manna og anda, sveitabýlið stendur fyrir tilvistina og svo er lífsins tréð. Litapallettan er eldur, sem er bæði skapandi og eyðandi. Verkið býr yfir melankólíu á fullu og það er tilfinningaríkt, þetta er bæði mynd um stöðugleika og hverfulleika.“ Hann segir mikilvæg öfl í grasrótarstarfsemi Kvennaathvarfsins. „Það er gott að nýta öll tækifæri til að setja ljós í eitthvað fallegt og mikilvægt og sýna það í uppbyggilegu ljósi.“ Listamennirnir eru sem áður segir hátt í 80 talsins í ár en ásamt Tolla má sem dæmi nefna Árna Má Erlingsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristínu Dóru Ólafsdóttur, Jón Sæmund (Nonna í DEAD), Sigurð Sævar, Kristjönu S. Williams og Ragnar Kjartansson ásamt ýmsum fleirum. Hér er hlekkur á Listaverkauppboðið sem er hluti af landsátakinu Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunin nær hámarki með söfnunarþætti sem sýndur verður á Stöð 2 fimmtudaginn 10. nóvember.
Myndlist Menning Mannréttindi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun