Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2022 21:06 Um 25 þúsund dósir af grjónagraut eru oft framleiddar í hverri viku hjá MS Akureyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira