Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Bjarki Sigurðsson skrifar 25. október 2022 19:22 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. Guðrún Apselund, sóttvarnalæknir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að umframdauðsföll hafi mælst í mars og júlí á þessu ári. Guðrún var fengin í þáttinn eftir að Twitter-færsla Arnars Sigurðssonar vakti athygli í gær. Guðrún segir embætti sóttvarnalæknis hafa bent á þetta í ágúst. pic.twitter.com/6ZX3zNDz1F— Arnar Sigurdsson (@arnar2) October 22, 2022 „Við vorum einmitt með frétt á vefnum hjá okkur í ágúst þar sem við vorum að fjalla um þau umframdauðsföll sem hafa orðið í júlí. Þar sagði að aukningin væri langlíklegast tengd Covid. Sama hafði gerst í mars í kjölfar Omicron. Við bentum á þetta, að umframdauðsföll hefðu mælst fleiri í mars hjá eldri einstaklingum og nálægt því í júlí,“ segir Guðrún. Hún minnir á að þegar umframdauðsföll eru tekin saman eru það allar dánarorsakir. Hún nefnir krabbamein, slys, hjartaáföll og fleira sem dæmi. „Það er alveg rétt, þetta sem þú vísar í, það er verið að sýna uppsöfnuð umframdauðsföll. Það leggur alltaf saman áfram og áfram yfir tvö ár. [...] Við vorum með umframdauðsföll árið 2022 en ekki 2020 og 2021. Þannig grafið lítur út fyrir að umframdauðsföll hafi verið á uppleið þá. Það er bara verið að leggja saman tölurnar,“ segir Guðrún. Árin 2020 og 2021 var mikið um sóttvarnaraðgerðir hér á landi en minna árið 2022. Frá 25. febrúar hafa engar takmarkanir verið hér á landi. Hægt er að útskýra umframdauðsföllin með afnámi aðgerða að sögn Guðrúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Guðrún Apselund, sóttvarnalæknir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að umframdauðsföll hafi mælst í mars og júlí á þessu ári. Guðrún var fengin í þáttinn eftir að Twitter-færsla Arnars Sigurðssonar vakti athygli í gær. Guðrún segir embætti sóttvarnalæknis hafa bent á þetta í ágúst. pic.twitter.com/6ZX3zNDz1F— Arnar Sigurdsson (@arnar2) October 22, 2022 „Við vorum einmitt með frétt á vefnum hjá okkur í ágúst þar sem við vorum að fjalla um þau umframdauðsföll sem hafa orðið í júlí. Þar sagði að aukningin væri langlíklegast tengd Covid. Sama hafði gerst í mars í kjölfar Omicron. Við bentum á þetta, að umframdauðsföll hefðu mælst fleiri í mars hjá eldri einstaklingum og nálægt því í júlí,“ segir Guðrún. Hún minnir á að þegar umframdauðsföll eru tekin saman eru það allar dánarorsakir. Hún nefnir krabbamein, slys, hjartaáföll og fleira sem dæmi. „Það er alveg rétt, þetta sem þú vísar í, það er verið að sýna uppsöfnuð umframdauðsföll. Það leggur alltaf saman áfram og áfram yfir tvö ár. [...] Við vorum með umframdauðsföll árið 2022 en ekki 2020 og 2021. Þannig grafið lítur út fyrir að umframdauðsföll hafi verið á uppleið þá. Það er bara verið að leggja saman tölurnar,“ segir Guðrún. Árin 2020 og 2021 var mikið um sóttvarnaraðgerðir hér á landi en minna árið 2022. Frá 25. febrúar hafa engar takmarkanir verið hér á landi. Hægt er að útskýra umframdauðsföllin með afnámi aðgerða að sögn Guðrúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira