Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2022 12:59 Kristín gagnrýnir að stjórn félagsins hafi ekki viljað svara spurningum sínum skriflega. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. „Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
„Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira