Laufskálavarða þjónustuhús tilnefnt tilHönnunarverðlauna Íslands 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2022 09:01 Laufskálavarða hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Hönnunarmiðstöð Íslands Laufskálavarða þjónustuhús eftir STÁSS Arkitekta er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Þjónustuhúsið við Laufskálavörðu stendur auðmjúk sem látlaust, manngert skýli andspænis íslensku náttúrunni - án þess að keppa við hana og án þess að vera lýti í umhverfinu. Byggingin er teiknuð af Stáss arkitektum. Það er aðeins 30m2 að stærð og stakstætt á Mýrdalssandi við þjóðveginn. Hér er þarfamiðuð nálgun leiðarstefið við að skapa úthugsaðan og nytsamlegan áningarstað í víðáttunni. Ólíkum notkunarmöguleikum er tvinnað saman á fáum fermetrum sem samanstanda af salernisaðstöðu, þvottaaðstöðu, útsýnispalli, hvíldarbekk, og aðstöðu fyrir hjólreiðafólk.Byggingin er hagnýt og beinir athygli að náttúrunni og býður upp á að fólk njóti hennar án þess að á henni sé traðkað. Vegfarendur geta nýtt sér hana til að leita skjóls ef illa viðrar eða til að náð áttum á útsýnispallinum á þaki byggingarinnar þar sem útsýni er yfir að Mýrdalsjökli og eldstöðinni Kötlu. Hönnunin er sérlega góð fyrirmynd faglegrar umgjarðar, sem mætti útfæra víðar um landið.Um verkefnið: Markmiðið í hönnun þjónustuhúsins við Laufskálavörðu var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu við þjóðveginn upp á hærra plan. Í byggingunni tvinnast saman ólíkir notkunarmöguleikar þ.e. salernisaðstaða, útsýnispallur, þvottaaðstaða, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Allir þessir ólíku þættir er samtvinnaðir í eina heild. Sú krafa er gerð til arkitektúrsins að vera ekki einungis rammi um aðstöðu heldur einnig órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu og færi náttúruupplifun notandans upp á hærra plan, sem samræmist staðnum, náttúrunni og útsýninu.Um hönnuðina:STÁSS Arkitektar er stofnað árið 2008 af þeim Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Árný útskrifaðist sem MA, Master of Arts in Architecture frá Arkitektskolen i Aarhus í júní 2007 af deildinni “Arkitektúr og fagurfræði” Helga Guðrún útskrifaðist sem MA, Master of Arts in Architecture frá Det Kongelige kunstakademiet arkitektskole í janúar 2008 af deildinni ”Arkitektúr/þróun byggðar í borgum”.Klippa: Laufskálavarða þjónustuhús - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlauninHönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Þjónustuhúsið við Laufskálavörðu stendur auðmjúk sem látlaust, manngert skýli andspænis íslensku náttúrunni - án þess að keppa við hana og án þess að vera lýti í umhverfinu. Byggingin er teiknuð af Stáss arkitektum. Það er aðeins 30m2 að stærð og stakstætt á Mýrdalssandi við þjóðveginn. Hér er þarfamiðuð nálgun leiðarstefið við að skapa úthugsaðan og nytsamlegan áningarstað í víðáttunni. Ólíkum notkunarmöguleikum er tvinnað saman á fáum fermetrum sem samanstanda af salernisaðstöðu, þvottaaðstöðu, útsýnispalli, hvíldarbekk, og aðstöðu fyrir hjólreiðafólk.Byggingin er hagnýt og beinir athygli að náttúrunni og býður upp á að fólk njóti hennar án þess að á henni sé traðkað. Vegfarendur geta nýtt sér hana til að leita skjóls ef illa viðrar eða til að náð áttum á útsýnispallinum á þaki byggingarinnar þar sem útsýni er yfir að Mýrdalsjökli og eldstöðinni Kötlu. Hönnunin er sérlega góð fyrirmynd faglegrar umgjarðar, sem mætti útfæra víðar um landið.Um verkefnið: Markmiðið í hönnun þjónustuhúsins við Laufskálavörðu var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu við þjóðveginn upp á hærra plan. Í byggingunni tvinnast saman ólíkir notkunarmöguleikar þ.e. salernisaðstaða, útsýnispallur, þvottaaðstaða, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Allir þessir ólíku þættir er samtvinnaðir í eina heild. Sú krafa er gerð til arkitektúrsins að vera ekki einungis rammi um aðstöðu heldur einnig órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu og færi náttúruupplifun notandans upp á hærra plan, sem samræmist staðnum, náttúrunni og útsýninu.Um hönnuðina:STÁSS Arkitektar er stofnað árið 2008 af þeim Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Árný útskrifaðist sem MA, Master of Arts in Architecture frá Arkitektskolen i Aarhus í júní 2007 af deildinni “Arkitektúr og fagurfræði” Helga Guðrún útskrifaðist sem MA, Master of Arts in Architecture frá Det Kongelige kunstakademiet arkitektskole í janúar 2008 af deildinni ”Arkitektúr/þróun byggðar í borgum”.Klippa: Laufskálavarða þjónustuhús - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlauninHönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira