Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 23:10 Kristín I. Pálsdóttir vill stjórn Ferðafélags Íslands frá völdum. Sigrún Valbergsdóttir er nýr forseti félagsins. Vísir Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, lagði til fyrir félagsfund Ferðafélags Íslands að kosið yrði um vantrauststillöguna. Hún sagði fyrir fundinn að hún myndi segja sig úr félaginu ef tillagan yrði ekki samþykkt. Í samtali við Vísi segir hún að ekki hafi verið kosið um tillöguna eftir að frávísunartillaga um hana var samþykkt og því sjái hún sér þann kost einan færan að segja sig úr félaginu. „Ég mun segja mig úr félaginu og finna mér nýtt fólk til að ganga með,“ segir hún og bætir við að hún búist ekki við að það verði erfitt. Þá segist hún vona að fleiri en hún séu óánægðir með sitjandi stjórn og muni fylgja henni út úr félaginu. Hún segir að tillaga Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings um að stjórn félagsins myndi segja af sér hafi verið felld með töluverðum yfirburðum. Af um þrjú hundruð félögum sem mættu á fundinn hafi aðeins um fimmtíu greitt atkvæði með tillögunni. Höfðu áhyggjur af stjórnleysi Kristín segir að á fundinum hafi fólk viðrað áhyggjur sínar af því að félagið yrði stjórnlaust ef stjórnin færi frá núna. Lög félagsins kveði á um að stjórn skuli aðeins kosin á aðalfundi og að hann eigi ávallt að fara fram í mars. Því hafi fólk óttast að félagið yrði án stjórnar um nokkurra mánaða skeið. Þetta segir Kristín ekki ríma við álit Áslaugar Björgvinsdóttur, lögmanns og sérfræðings í félagarétti. Í því hafi komið fram að löglegt væri að kjósa nýja stjórn á félagafundi enda fari hann með æðstu stjórn félagsins ásamt aðalfundi. Ólga eftir afsögn formannsins Mikill styr hefur staðið um Ferðafélag Íslands eftir að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti félagsins og úr félaginu fyrir mánuði síðan. Í tilkynningu um afsögn sína sagði Anna Dóra stjórnarhætti stjórnar félagsins ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hér má lesa allar fréttir Vísis um ólguna innan Ferðafélagsins. Ekki hefur náðst í Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 6:10: Tilkynning frá Ferðafélagi Íslands var send á fjölmiðla eftir miðnætti. Hana má lesa að neðan. Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, lagði til fyrir félagsfund Ferðafélags Íslands að kosið yrði um vantrauststillöguna. Hún sagði fyrir fundinn að hún myndi segja sig úr félaginu ef tillagan yrði ekki samþykkt. Í samtali við Vísi segir hún að ekki hafi verið kosið um tillöguna eftir að frávísunartillaga um hana var samþykkt og því sjái hún sér þann kost einan færan að segja sig úr félaginu. „Ég mun segja mig úr félaginu og finna mér nýtt fólk til að ganga með,“ segir hún og bætir við að hún búist ekki við að það verði erfitt. Þá segist hún vona að fleiri en hún séu óánægðir með sitjandi stjórn og muni fylgja henni út úr félaginu. Hún segir að tillaga Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings um að stjórn félagsins myndi segja af sér hafi verið felld með töluverðum yfirburðum. Af um þrjú hundruð félögum sem mættu á fundinn hafi aðeins um fimmtíu greitt atkvæði með tillögunni. Höfðu áhyggjur af stjórnleysi Kristín segir að á fundinum hafi fólk viðrað áhyggjur sínar af því að félagið yrði stjórnlaust ef stjórnin færi frá núna. Lög félagsins kveði á um að stjórn skuli aðeins kosin á aðalfundi og að hann eigi ávallt að fara fram í mars. Því hafi fólk óttast að félagið yrði án stjórnar um nokkurra mánaða skeið. Þetta segir Kristín ekki ríma við álit Áslaugar Björgvinsdóttur, lögmanns og sérfræðings í félagarétti. Í því hafi komið fram að löglegt væri að kjósa nýja stjórn á félagafundi enda fari hann með æðstu stjórn félagsins ásamt aðalfundi. Ólga eftir afsögn formannsins Mikill styr hefur staðið um Ferðafélag Íslands eftir að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti félagsins og úr félaginu fyrir mánuði síðan. Í tilkynningu um afsögn sína sagði Anna Dóra stjórnarhætti stjórnar félagsins ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hér má lesa allar fréttir Vísis um ólguna innan Ferðafélagsins. Ekki hefur náðst í Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 6:10: Tilkynning frá Ferðafélagi Íslands var send á fjölmiðla eftir miðnætti. Hana má lesa að neðan. Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?