Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 09:39 Kanye West brennir flestar brýr að baki sér þessa dagana. Vísir/EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma. Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma.
Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25