„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 18:16 Geir Gestsson er verjandi Murats Selivrada. Vísir Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. „Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07